held að augun á mér séu að verða ferköntuð í laginu af að stara sífellt á þessa blessaða tölvuskjái. Já, það eru víst bæði kostir og gallar við tölvurnar eins og svo margt annað. Sem betur fer er þetta allt annað líf hjá mér eftir að ég fékk mér gleraugun - mig er hætt að verkja svona rosalega í augun eins og mig gerði. Hins vegar gengur mér hálf illa að venjast gleraugunum og er fljót að taka þau ofan t.d. ef einhver kemur að tala við mig. Þá finnst mér eins og gleraugun séu "fyrir" - æi, það er erfitt að útskýra það.
Það styttist í heimsókn Önnu systur og Sigurðar - það verður gaman að hitta þau og vonandi verður veðrið skaplegt...
Það styttist líka í tónleikana með norska söngfuglinum Sissel Kyrkjebø og allt bendir til þess að ein stysta suðurferð hingað til verði farin til að hlusta á hana syngja. Líklega þarf ég þó að kíkja á bað í leiðinni og lengir það ferðina örlítið. Áætlunin gengur út á suðurferð á föstudagseftirmiðdag og heimferð á laugardagskvöldi eftir tónleikana. Kemur í ljós hvort það stenst.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli