Eftir morgunkaffi (te + brauð og bakkelsi úr Bakaríinu við brúna) fór ég síðan út í skóla og prentaði út lokaverkefni annars nemendanna sem ég er að leiðbeina en meiningin var að eyða eftirmiðdeginum í að lesa þetta yfir. Það gekk nú svona og svona. Fyrst fékk ég heimsókn (sem var í besta lagi ef þú lest þetta Sunna mín ;-) og svo var það kaffi með bóndanum og svo var ég bara svo ægilega þreytt að ég þurfti aðeins að leggja mig - og svo þurfti ég að versla og fór í brjálæðið í Bónus (búðin full af fólki og engar kerrur lausar) og Nettó (til að kaupa það sem fékkst ekki í Bónus). Ég náði reyndar smá spretti í lokaverkefninu á meðan bóndinn var að elda dásamlegan kvöldverð (heimalagað pasta með sjávarréttum - hörpudiski, rækjum, chili, hvítlauk, hvítvíni og ólífuolíu) en eftir matinn nennti ég ekki neinu, nema blogga...
Nú er Valur búinn að taka "The Garden State" á leigunni og ljóst að ég nýti ekki kvöldið til lesturs - þá er bara eitt að gera - vakna snemma í fyrramálið og "carpe diem"!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli