sunnudagur, 29. maí 2005

Eiginmaðurinn og eldri sonurinn

eru líklega að nálgast Súlutind á þessu andartaki. Verð að segja að ég öfunda þá - en ég hef verið hálf slöpp undanfarið og treysti mér ekki í fjallgöngu. Átti nógu erfitt með að halda mér á floti í sundlauginni í morgun. En þeir gætu vart fengið betra gönguveður, það er glampandi sólskin og 10 stiga hiti. Smá norðangjóla sér til þess að þeir kafna ekki úr hita.

Ég hins vegar var að eitthvað að bardúsa í geymslunni niðri og rak þá augun í vatnspoll sem ekki átti að vera þar. Það tók mig smá stund að finna ástæðuna en sökudólgurinn var beint fyrir ofan mig í loftinu, vatnsrör sem liggur ofan af efri hæðinni er greinilega farið að leka. Gaman gaman! Mig hefur reyndar grunað lengi að það væri kominn leki á baðinu uppi en athugasemdir þar að lútandi hafa ekki náð hljómgrunni hjá eiginmanninum - og ekki einu sinni hjá píparanum sem fenginn var til að kíkja á þetta einu sinni eftir ábendingu frá mér. Hm, ég hefði nú frekar viljað hafa rangt fyrir mér, það er svo hrikalega leiðinlegt að þurfa að fara út í framkvæmdir á baðinu með öllu því veseni sem því fylgir ;-(

Engin ummæli: