þriðjudagur, 10. maí 2005

Ha, ha

mér var nær að vera að monta mig svona. Er náttúrulega komin með þvílíku verkina í mjaðmirnar eftir alla þessa göngu... Og í handleggina eftir skriðsundið... Hm, hvað get ég þá gert til að fá endorfínið til að flæða? Hjóla kannski? Það er best að sækja hjólið í geymsluna - þarf bara að fjárfesta í nýjum hjálmi en það er nú ekkert stórmál.

Er annars með próf í dag og er þegar byrjuð að hlakka til að fara yfir þau (eða þannig). Það eru 97 nemendur skráðir í prófið og eins og einn ágætur maður orðaði það í gær þá "er maður orðinn klepptækur eftir að fara yfir svona mörg próf". Það verður spennandi að sjá... nei, nei, með slatta af þolinmæði + hæfilegu magni af hreyfingu þá ætti þetta allt saman að ganga vel.

Engin ummæli: