Eins og áður hefur komið fram á þessari síðu fór hvítasunnuhelgin töluvert í vinnu hjá mér en þó voru ágætist hlé inn á milli, hlé sem notuð voru til að slæpast og tjilla með fjölskyldunni. Á sunnudeginum fórum við Valur á þrjár sýningar. Fyrst fórum vð á sýninguna Norðurland 2005 sem haldin var í Íþróttahöllinni, síðan fórum við á sýningu í Listasafninu - sem ég ætla sem minnst að tjá mig um - og loks kíktum svo á vorsýningu nemenda Myndlistaskólans.
Að morgni annars í hvítasunnu fórum við Valur í sund og lágum heillengi í leti þar í sólinni. Með okkur - eða einir sér, allt eftir því hvernig á það er litið - voru Ísak og tveir vinir hans. Þeir ætluðu nú eiginlega að fara einir í sund (en Ísak hefur aldrei áður farið einn í sund) og hjóluðu niður eftir. Svo "hittist" þannig á að við vorum í sundi á sama tíma... En ég sá að það er alveg hægt að sleppa hendinni af stráknum, hann spjarar sig vel í lauginni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli