Ég var að vinna í dag, en fyrst náði ég því að fara með Val yfir á Svalbarðsströnd í ca. klukkutíma eða ríflega það. Mér finnst alveg ótrúlega gott að fá súrefni og vera við sjóinn, það hefur svo góð áhrif á mig. Tók einhverjar myndir líka en það var nú eiginlega aukaatriði í þessu samhengi. Og þó, gott að geta sameinað útiveru og áhugamál. Eins og sést á þessari mynd þá var ekkert alltof bjart, en það var að birta yfir þegar við þurftum að fara. Vitinn stendur samt alltaf fyrir sínu sem ljósmyndaefni.
![](http://signatures.mylivesignature.com/54490/321/7FB2F64EF7FF439620FE2E40CC914928.png)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli