Annars er ég enn eina ferðina að gera tilraunir með útlitið á síðunni minni. Gallinn á þessu útliti er sá að ekki er hægt að sjá eldri bloggfærslur, t.d. frá árinu 2004 (vá hvað ég er búin að blogga lengi), nema þá að skrolla endalaust langt niður. Annar galli er sá að til að sjá alla færsluna þarf að smella á fyrirsögnina og þá opnast nýr gluggi með heildartextanum. Þar er líka hægt að skrifa athugasemdir. Ef einhver hefur minnstu skoðun á þessu nýja útliti, þá er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að gefa sig fram og segja hvort þetta er gott eða slæmt.
En þetta er stílhreint, því er ekki að neita. Ég þurfti nú samt að lífga aðeins upp á litina, get bara ekki haft allt grátt... Uppi í horninu vinstra megin (þar sem stendur "magazine" getur svo hver og einn lesandi ákveðið sjálfur hvernig útlit hann vill hafa, með því að setja músabendilinn yfir og skrolla niður.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli