Ég er nú annars bara á leið í háttinn og spurning hvernig mér gengur að sofna eftir að hafa verið á þessu "útstáelsi".
miðvikudagur, 1. desember 2010
Fór á ljósmyndaskvísuhitting í kvöld
þó ég ætlaði varla að hafa mig af stað. Ég er orðin svo heimakær að það hálfa væri nóg og nenni bara engan veginn út á kvöldin. En þar sem ég er líka að reyna að vera duglegri að gera eitthvað fyrir sjálfa mig, þá verð ég víst að standa við það, og þess vegna drefi ég mig af stað. Við vorum nú bara þrjár sem mættum í þetta sinn - þrjár gigtarkerlingar. Já, önnur hinna er með greinda vefjagigt og hin er greinilega með öll einkennin en hefur ekki farið til gigtarlæknis - "af því hún er bara 23ja ára og alltof ung til að vera svona eins og gömul kona". Já þetta er furðulegt fyrirbæri þessi vefjagigt, svo ekki sé meira sagt. Og já, hún leggst jafnt á unga sem gamla og fer ekki í manngreinarálit fremur en aðrir sjúkdómar. Það var nú reyndar frekar skondið að hlusta á lýsingar stelpunnar, á þeim skýringum sem hinir ýmsu heimilislæknar höfðu komið með, og áttu að vera ástæða fyrir einkennum hennar. En nóg um það.
Ég er nú annars bara á leið í háttinn og spurning hvernig mér gengur að sofna eftir að hafa verið á þessu "útstáelsi".
Ég er nú annars bara á leið í háttinn og spurning hvernig mér gengur að sofna eftir að hafa verið á þessu "útstáelsi".
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli