sunnudagur, 12. desember 2010

Nú ætlaði ég að detta í vælugírinn

en ákvað í staðinn að reyna að vera jákvæð. Þannig að hér kemur jákvæða hliðin á frúnni:
  • Valur vinnusami heldur áfram að sjá um heimilið eins og honum einum er lagið. Í gær þegar ég kom heim úr vinnunni var hann búinn að þrífa gardínurnar í stofunni og hengja upp jólakransana í gluggana. Hann hafði líka farið í Bónus og eldaði þar að auki þessar líka frábæru pítsur í kvöldmatinn.
  • Ég talaði aðeins við Hrefnu á skype í gær. Hún var að gera sig fína fyrir jólaboð hjá vinkonu sinni og var alveg stórglæsileg. Það verður gaman að fá hana heim eftir eina viku :)
  • Jólaverslunin gengur vel hjá okkur í búðinni. 
  • Himininn úti er afskaplega fallega bleikur núna í ljósaskiptunum.
  • Valur sendi myndavélina mína suður í hreinsun, svo núna get ég tekið myndir aftur án þess að þær verði allar blettóttar.
  • Andri og Ísak eru flottir strákar, bæði að innan og utan.
  • Ég fór í nudd í gær eftir vinnu.
  • Það er síðasta kóræfing fyrir jól í dag. Hún verður stutt og svo verða smá Litlu jól.
  • Ég er í fríi í dag (tja fyrir utan klukkutíma vinnu)...

Engin ummæli: