Talandi um síþreytu þá sendi Anna systir mér upplýsingar um norska sjónvarpsmynd þar sem konu með síþreytu var fylgt eftir í þrjú ár. Hún hafði verið veik í 15 ár minnir mig en var á góðri bataleið í lok þáttarins. Það gerðist eftir ítarlegar rannsóknir og meðhöndlun sem belgískur læknir hafði umsjón með. Þá fundust ýmsar bakteríur í blóði hennar (sem skila frá sér eitruðum úrgangsefnum), og eins greindist hún með þennan XMRV vírus sem vísindamenn hafa nú fundið í blóði 85% greindra síþreytusjúklinga. Í dag er svo stutt síðan menn fundu þennan vírus að ekki er fundið sértækt lyf við honum og eins vita menn ekki hvort hann er í raun eina orsökin fyrir síþreytu, en það verður spennandi að fylgjast með þessu í framtíðinni. Varðandi þessa norsku konu og meðhöndlunina sem hún fékk, þá var það margra mánaða ferli og ef ég skildi málið rétt þá þarf hún að halda áfram að taka lyf og fleiri bætiefni til að haldast frísk. Þetta er ekki kostað af ríkinu og hún var að borga um 140 þús. á mánuði fyrir meðferðina. Enda var hún að selja íbúðina sína í lok þáttarins, til að hafa efni á þessu.
Það vekur samt smá von að í Lilleström er meðferðarstofnun sem vinnur í anda þessa læknis og þar setja þeir vefjagigt undir sama hatt og síþreytuna, og það er virkilega hægt að finna ýmislegt að hjá þeim sjúklingum sem til þeirra leita (s.s. sýkingar ofl) og hægt að meðhöndla þá. En já mergurinn málsins er sem sagt, að hingað til hefur vefjagigt og síþreyta oft verið talin af andlegum toga, en ef loksins finnst vírus eða annað sem veldur þessu er vonandi hægt að fá einhverja lækningu. Eins og t.d. með magasár. Einu sinni var talið að andlegt álag/streita ylli magasári en svo fundu menn bakteríu og í framhaldi lyf við þessu.
Jamm og jæja, best að drífa sig í sturtu og koma sér í vinnuna.
4 ummæli:
Sæl Guðný mín
Já mér varð nú hugsað til þess hvernig þú hefðir það þegar ég hálfhljóp framhjá Pottum&Prikum í gærkvöldi og sá að það var nóg að gera og svo eru jólin varla nema rétt rúmlega helgi. Vonandi nærðu nú samt að slaka á og hlaða inn einhverri orku. Samt gaman að sjá að það sé mikið að gera hjá ykkur stöllum :)
Bestu kveðjur
Bryndís
Það er svolítið merkilegt þetta með magasárin og vírusinn og alls ekki ólíklegt að eitthvað svipað sé uppi á teningnum í sambandi við vefjagigtina.
Gleðileg jól - vinandi nærðu að hvíla þíg vel yfir þessa stuttu hátíð!
vísindin efla alla dáð. Bestu jólakveðjur í kotið -og til frænda míns að langfeðgatali.
Reynir
Bryndís, já það var svo sannarlega nóg að gera hjá okkur og bara gaman að því :)
Harpa, takk fyrir kveðjuna og já ég náði alveg að hvíla mig helling :)
Reynir, í smásögu eftir Þórarin Eldjárn er sagt frá því að þessi setning hangi uppi einhvers staðar í HÍ (sem ég veit ekki því ég hef aldrei stigið fæti þar innan dyra). Nema í sögunni var "f-ið" dottið og því stóð: "Vísindin efa alla dáð". Spurning hvort það er líka rétt... ;)
Skrifa ummæli