fimmtudagur, 30. desember 2010

Er lögst í jóladvala

Já einhvern veginn lifði ég af tímann fram að jólum en það gerði Máni greyið hinsvegar ekki. Hann fékk einhverja þvagfærasýkingu, sennilega útaf nýrnasteinum, sem bara ágerðist þrátt fyrir sýklalyf og við ákváðum að láta svæfa hann á Þorláksmessu. Hann hefði dáið sjálfur en okkur fannst betra að stytta þjáningar hans því honum leið orðið mjög illa. Það var á sunnudeginum að við tókum eftir því að hann var eitthvað rólegri en venjulega, þannig að ekki var þetta langur tími sem hann var veikur. Enda var ég að lesa á netinu að kettir gætu dáið úr þessu á þremur til sex dögum, svo það stemmir við okkar reynslu. Þrátt fyrir að vera oft búin að skammast út í hann í gegnum árin (hann opnaði hurðar og gat auðvitað aldrei lokað á eftir sér, "merkti" húsið okkar á sumrin, var afskaplega athyglissjúkur og fór mikið úr hárum), þá söknum við hans mikið. Því hann var alveg ótrúlega skemmtilegur köttur. Svo blíður og góður en mikill grallari og mjög kelinn.

P.S. Þetta var ég búin að skrifa einhvern tímann um jólin en átti alltaf eftir að birta - svo hér kemur það.

2 ummæli:

baun sagði...

Leitt að heyra þetta með kisa.

Óska þér annars gleðilegs árs Guðný með kærri þökk fyrir "netvinskapinn":)

Guðný Pálína sagði...

Takk sömuleiðis fyrir netvinskapinn Beta, og gleðilegt nýtt ár :)