þriðjudagur, 26. maí 2009

Enn á lífi en ekkert í fréttum


Head over water, originally uploaded by Guðný Pálína.

Bara smá þreyta í kellunni í dag, sennilega eftir hjóltúr með eiginmanninum í gærkvöldi. Það vantar ekki hestöflin í hann - en ég hins vegar kláraði bensínið fljótt og átti nú bara í smá basli með að koma mér áfram á tímabili. Engu að síður er gaman að fara út að hjóla og líkaminn er hættur að bregðast jafn ofsalega við þessari nýju tegund af áreynslu.

Það hafa skipst á skin og skúrir í veðrinu í dag. Ég vaknaði í sólskini í morgun og það hélst á meðan ég fór í sund og gerði Mullersæfingar. Svo kom ég heim og borðaði morgunmatinn meira að segja úti í garði - en var að vísu eiginlega að drepast úr kulda. Uppúr hádeginu fór svo að rigna og þegar ég ók heim úr vinnunni var hellirigning við Glerártorg en þegar ég ók upp Dalsbrautina rigndi ekkert þar og hafði greinilega ekki gert. En svo fór að rigna á brekkunni líka en það stóð samt ekki lengi því brátt var sólin farin að skína. Núna er hins vegar einhver úrkoma. Og hér með líkur þessu veður-rapporti.

Engin ummæli: