sunnudagur, 19. apríl 2009

Leikhúsferð í gærkvöldi

Já við skelltum okkur saman í leikhús fjölskyldan (eða það af henni sem er á Íslandi) og sáum Fúlar á móti í gærkvöldi. Sýningin byrjaði klukkan hálf tíu og við sátum á aftasta bekk á svölunum. Ég hafði haft áhyggjur af því að við myndum sjá/heyra illa en þær áhyggjur voru ástæðulausar eins og svo margar aðrar. Þetta var hin ágætasta skemmtun og mátti alveg hlægja vel inn á milli að þeim stöllum Eddu Björgvins, Helgu Braga og Björk Jakobsdóttur. Eina vandamálið var að það var svo ofboðslega heitt þarna aftast uppi á svölunum og mér var hreinlega farið að líða illa af hita undir það síðasta. En ég lifði það nú af. Svo hittum við Ásgeir og Stínu, vinafólk okkar frá árunum í Tromsö, sem eiga heima á Ólafsfirði en við hitttum aldrei og það var líka voða gaman.

Nú er runninn upp nýr dagur með nýjum möguleikum, svo ætli sé ekki best að fara að nýta sér eitthvað af öllu því sem þessi dagur hefur uppá að bjóða :-)

P.S. Já, nú er mín aldeilis að rembast við að vera jákvæð, sannleikurinn er nefnilega sá að ég er að drepast í skrokknum í dag og nenni ekki þeim verkefnum sem ég þarf helst að sinna, hehe).

Engin ummæli: