miðvikudagur, 22. apríl 2009

Jæja þá er ég búin að þrífa baðinnréttinguna líka

Þetta smá mjakast allt saman :-) En ég áttaði mig loks á því af hverju mér fannst allt svona skítugt hérna hjá mér. Ástæðan var brjósklosið sem ég fékk fyrir rúmu ári síðan. Þess vegna gerði ég aldrei neina vorhreingerningu síðasta vor og þar sem ég er ekki vön að gera stórhreingerningar í svartasta skammdeginu þá safnaðist skíturin bara upp... En ég tek það fram að ég hef að sjálfsögðu þrifið eitthvað allan þennan tíma, bara svo fólk haldi nú ekki að við höfum vaðið skítinn uppfyrir ökkla eða eitthvað álíka. Bara ekki farið í skápa, hurðar og ýmislegt svoleiðis.

Annars var það nú frekar fyndið í dag. Síminn hringdi og í honum var maður frá Fasteignaskrá Íslands. Hann vildi fá að koma og taka út bílskúrinn sem við byggðum fyrir ... tja, látum okkur sjá... 7 árum síðan! Þannig að hann kemur á eftir og ég er nú eiginlega að bíða eftir honum.

Úti er leiðindaveður - eða öllu heldur ekkert veður. Það er logn og lágskýjað, svo lágskýjað að Súlur sjást ekki heldur sést bara rétt brekkan fyrir aftan Fálkafell. Mér finnst alltaf eins og ég sé með pottlok á höfðinu þegar veðrið er svona.

Engin ummæli: