sunnudagur, 1. mars 2009

Að fara eftir ráðleggingum annarra... getur verið erfitt

Já, það voru þónokkrir búnir að segja mér að ég ætti að fara vel með mig því þetta væri þrálát pesti. En af því mér fannst ég bara EKKI NÓGU VEIK þá tók ég því bara rólega einn dag og fór svo í vinnu föstudag og laugardag. Var reyndar alveg eins og drusla í gær og ætlaði heim um hálf fjögur en þá kom vinkona mín að sunnan í heimsókn í búðina og ég settist með henni og einni annarri á kaffihúsið fyrir utan Potta og prik. Þar sátum við til rúmlega fimm og spjölluðum og ég var ýmist alveg að drepast eða aðeins hressari. Í gærkvöldi var ég alveg búin á því og ætlaði aldrei að geta sofnað fyrir vanlíðan. Og þegar ég vaknaði í morgun var mér gjörsamlega alls staðar illt. Með beinverki í öllum skrokknum, með hrikalegan höfuðverk og illt í augunum. Þannig að í dag er ég að minnsta kosti alveg nógu veik fyrir minn smekk...

Engin ummæli: