Svo er tiltektin/breytingin á Ísaks herbergi alveg að verða búin, á bara eftir að sauma gardínurnar. Ætlaði eiginlega að gera það í dag en held að orkan sé búin í bili. Kannski ég detti í stuð í kvöld...
Valur trúir því þegar hann sér það að ég muni sauma þessar gardínur, hann er búinn að missa alla trú á mér sem saumakonu. Gæti haft eitthvað með það að gera að núorðið sést saumavélin ekki uppi við nema á nokkurra ára fresti. Það er af sem áður var þegar ég saumaði heilu dragtirnar á sjálfa mig og ýmsan annan fatnað á Hrefnu og Andra. Tja, það er nú víst ekki rétt að ég hafi saumað mikið á Andra, en eitthvað samt s.s. jólaföt og öskudagsbúninga. Held að ég hafi ekki saumað eina einustu flík á Ísak hins vegar. Jamm og jæja, er hætt þessu rausi og farin í Hagkaup.