föstudagur, 9. mars 2007

Frekar fúlt

Er í vinnunni núna og það er frekar rólegt í dag. Föstudagseftirmiðdagar eru reyndar yfirleitt fremur rólegir, ætli flestir séu ekki að kaupa matvörur og þvíumlíkt til helgarinnar og straumurinn liggi í Bónus, Hagkaup og Nettó. Nema hvað, þeir sem hafa þó komið í búðina hafa greinilega ætlað að fara að þrífa fyrir helgina (ja fyrir utan einn sem kom hér og fékk að hringja, það var svo mikil vínlykt af honum að ég þurfti að lofta út á eftir...). Allir ætluðu að kaupa magnaða moppuskaftið en það er uppselt hjá heildsalanum svo við eigum það ekki til í augnablikinu. Sem sagt, frekar fúlt!

Annars hefur það komið mér nokkuð á óvart í þessum verslunarrekstri hve erfitt er oft á tíðum að fá vissar vörur hjá heildsölunum. Það líður langt á milli pantana (kannski af því þeir taka vörurnar inn í stórum gámum og þurfa að "safna" í þá) og afleiðingin er sú að ákveðnar vörur eru ekki fáanlegar í langan tíma. Sumt hefur t.d. verið ófáanegt síðan fyrir jól. Í ofanálag eru svo pantanir oft vitlaust afgreiddar og koma seint og illa (það er að vísu aðallega frá einum heildsala). Þannig að þó við séum allar af vilja gerðar til að hafa vissar vörur til sölu í versluninni og veita góða þjónustu þá dugar þð því miður ekki til.

Engin ummæli: