laugardagur, 31. mars 2007
Það styttist í Danmerkurferð
föstudagur, 30. mars 2007
Bílpróf og alles
Andri er kominn með bílpróf. Sem þýðir að hann fær bílinn lánaðann í tíma og ótíma og nálin á bensín- mælinum hreyfist ansi hratt niður á við þessa dagana. Ætli þetta róist ekki aðeins þegar mesta nýjabrumið er farið af? Ja, það má allavega vona... Hér er kappinn að bakka út af bílastæðinu og eins og sjá má horfir hann vel og vandlega í kringum sig á meðan :-)
fimmtudagur, 29. mars 2007
Og áframhaldandi fjör...
sunnudagur, 25. mars 2007
Já það er fjör
Í gær vorum við Sunna að vinna heimasíðunni og bókhaldinu lungann úr deginum. Í gærkvöldi horfðum við Valur á Mors Elling, norska mynd sem Kiddi var svo höfðinglegur að færa Val þegar hann (Kiddi) kom frá Danmörku um daginn. Hann gaf reyndar líka dvd-myndina um Elling (sem við áttum á vídeóspólu). Sú mynd er alveg frábær og skemmtilegri saga sem liggur þar að baki.
Núna á eftir erum við svo að fá vinafólk okkar í heimsókn. Ég er að baka eplabrauð og Valur ætlar að baka vöfflur. Það verður gaman að hitta þau en þau eru hluti af þeim mörgu vinum og kunningjum sem hafa flust héðan frá Akureyri á síðustu tíu árunum.
Þá er bara skattaskýrslan eftir... já og klára bókhaldið.
föstudagur, 23. mars 2007
miðvikudagur, 21. mars 2007
Skattaskýrsla, bókhald,
mánudagur, 19. mars 2007
Undur og stórmerki
laugardagur, 17. mars 2007
Velheppnuð afmælisveisla
fimmtudagur, 15. mars 2007
Fallið í valinn
Líklega er það merki um að ég sé að eldast - en sífellt fleira fólk á mínum aldri fellur í valinn. Fyrir ekki löngu síðan var ein jafnaldra mín sem ég kannaðist við jörðuð hér á Akureyri og í morgun sá ég í Morgunblaðinu að gamli skátaforinginn minn, hún Sigga Stefáns, er dáin. Ég veit að þetta er gangur lífsins og óneitanlega deyr fullt af miklu yngra fólki en engu að síður þá fær þetta á mig. Kannski af því maður þarf að horfast í augu við að vera sjálfur dauðlegur, kannski af því þetta minnir mann á að bíða ekki með að gera hitt og þetta þar til seinna, kannski af því maður minnist góðra stunda með viðkomandi og á erfitt með að samþykkja að hann eða hún sé ekki meðal okkar lengur. Æ, ég veit það ekki, Sigga var alla vega frábær skátaforingi. Við stofnuðum nýjan skátaflokk, Sporið 2. sveit, og það var svo gaman þegar við vorum að búa til merki flokksins, hanna skátaskikkjurnar, göngustafinn og fleira og fleira. Svo fórum við á skátamót í Leyningshólum, það var fyrsta skátamótið mitt og mér fannst það algjört ævintýri.
miðvikudagur, 14. mars 2007
Tókst að komast áfallalaust í gegnum daginn
Afmæli og nærri því ákeyrsla á blaðaburðarmann
Hér á heimasíðu Goðamótsins má sjá afmælisbarnið á fullri ferð í einum af mörgum fótboltaleikjum liðinnar helgi.
þriðjudagur, 13. mars 2007
mánudagur, 12. mars 2007
Ég steingleymdi að minnka myndirnar
Má bjóða þér sæti?
Ég læt þessa mynd fljóta með líka. Eflaust væri hægt að leika sér með liti og lýsingu og fá þannig meiri dýpt í hana en í fyrsta lagi á ég ekkert almennilegt myndvinnsluforrit og í öðru lagi þá er ég svolítið veik fyrir að hafa myndirnar eins og þær koma af skepnunni (ef svo má að orði komast). En alla vega, þessi mynd er tekin niðri á Óseyri og eflaust gætu þessir stólar sagt okkur margar skemmtilegar sögur ef þeir gætu talað ;-)
laugardagur, 10. mars 2007
Góður dagur
Í morgun átti hann svo leik klukkan tíu og við foreldrarnir fórum og horfðum á. Eftir leikinn fórum við heim og fengum okkur kaffi og brauð úr Bakaríinu við brúna en skelltum okkur svo upp í fjall og náðum þar rúmum klukkutíma í alveg hreint yndislegu veðri, sól og hita. Færið var líka frábært svo ég var hreint og beint í sæluvímu. Brunuðum svo í bæinn og sáum næsta leik hjá Ísak en það var fyrsti leikurinn sem þeir töpuðu. Þeir voru ógurlega svekktir en svona eru víst íþróttirnar.
Eftir að hafa ryksugað alla efri hæðina (synirnir sáu reyndar um sín herbergi, verst að kettirnir geta ekki ryksugað öll hárin eftir sig) skutlaði ég Ísak að kaupa laugardagsnammi og keypti í matinn. Var í svo góðum gír að ég dreif mig í góðan göngutúr og var ægilega ánægð með sjálfa mig á eftir.
Svo eldaði Valur rétt sem er í matreiðslubók Jóhönnu Vigdísar fréttakonu og er alveg rosalega einfaldur en engu að síður bragðgóður. Í honum á reyndar að vera kálfakjöt en það fæst aldrei hér í verslunum svo við vorum með svínalundir í staðinn og það virkaði vel.
Nú er Ísak farinn á kvöldvöku, Andri er á sínum venjulega stað fyrir framan tölvuna og ætli styttist ekki í það að við foreldrarnir deyjum heiladauða fyrir framan imbakassann. En það er líka allt í lagi þegar maður er búinn að eiga svona góðan dag :O)
föstudagur, 9. mars 2007
Frekar fúlt
Annars hefur það komið mér nokkuð á óvart í þessum verslunarrekstri hve erfitt er oft á tíðum að fá vissar vörur hjá heildsölunum. Það líður langt á milli pantana (kannski af því þeir taka vörurnar inn í stórum gámum og þurfa að "safna" í þá) og afleiðingin er sú að ákveðnar vörur eru ekki fáanlegar í langan tíma. Sumt hefur t.d. verið ófáanegt síðan fyrir jól. Í ofanálag eru svo pantanir oft vitlaust afgreiddar og koma seint og illa (það er að vísu aðallega frá einum heildsala). Þannig að þó við séum allar af vilja gerðar til að hafa vissar vörur til sölu í versluninni og veita góða þjónustu þá dugar þð því miður ekki til.
Pípandi reykskynjari og magakveisa
miðvikudagur, 7. mars 2007
Búin að panta ferðina til Danmerkur
Hafði verið búin að ákveða að koma heima á páskadag en kíkti inná vefinn hjá Flugfélagi Íslands og komst að því að ekkert innanlandsflug er þann dag (hefði nú átt að vita það en það er önnur saga). Ákvað þá að vera bara í Danmörku fram á annan í páskum svo ég kæmist alla leið norður sama dag. Hugsaði ekki út í að ég þarf að fljúga suður á mánudegi þegar ég fer út því um morgunflug er að ræða, þannig að ferðin er allt í einu orðin að vikuferð (upphaflega var ég að hugsa um að vera í fjóra daga, fannst það hæfilegur skammtur).
Ég var sem sagt ekki fyrr búin að ganga frá miðunum en ég fékk létt kvíðakast yfir því að ætla að vera svona lengi í burtu. Hefði t.d. getað keyrt norður aftur á páskadag ef mér hefði nú yfirhöfuð dottið það snjallræði í hug að keyra á milli áður en ég bókaði miðannn. En við dóttirin hljótum nú að geta fundið okkur eitthvað til dundurs í sex daga...
þriðjudagur, 6. mars 2007
Jibbý
Að öðru leyti gengur lífið sinn vanagang. Það er reyndar afskaplega lítið spennandi að gerast þessa dagana en svona er þetta víst bara stundum hjá manni. Að vísu ætla ég að heimsækja dótturina í Danmörku um páskana en á þó ennþá eftir að panta flug. Líklega ekki vitlaust að fara að gera það áður en allt verður uppselt. Og úr því ég verð í Danmörku þá er ekki úr vegi að heimsækja bróður minn og hans fjölskyldu, svona í leiðinni. Mér skilst að það sé þriggja tíma lestarferð frá Kaupmannahöfn og til Jótlands þar sem hann á heima. Spurning hvort sé nokkuð skárra að leigja sér bíl og keyra þangað? Hef ekki hugmynd. En ég er sem sagt búin að reikna það út að ef ég flýg á þriðjudegi út til Köben þá höfum við mæðgur miðvikudaginn (eftir skóla hjá henni) til að rölta í bæinn og vonandi versla eitthvað :-) Á skírdag væri upplagt að heimsækja Palla og Birte og gista jafnvel fram á föstudag. Á laugardeginum gætum við kíkkað aðeins meira í bæinn (Hrefna vertu viðbúin "shop till you drop" leiðangri...) og á páskadag myndi ég svo fljúga heim aftur. Þá hefði ég annan í páskum til að jafna mig áður en ég fer að vinna daginn eftir. Hljómar þetta ekki bara vel?
sunnudagur, 4. mars 2007
Fór í sund áðan
laugardagur, 3. mars 2007
Í sól og sumaryl
Þessi mynd var tekin í ágúst s.l. sumar þegar við Ísak heimsóttum Önnu systur, Kjell-Einar og Sigurð. Sá síðastnefndi var að setja upp skrýtinn svip (eins og sjá má) en af því þetta var skásta myndin af okkur í heildina séð þá verður bara að hafa það þó hann sé að geifla sig eitthvað :-)
fimmtudagur, 1. mars 2007
Á Seyðisfirði
Hef ekki verið dugleg að taka myndir undanfarið. Skreyti mig því með gömlum fjöðrum... þessi mynd var tekin s.l. sumar.