fimmtudagur, 30. nóvember 2006

Tíminn líður eitthvað svo hratt þessa dagana

Skil ekki alveg hvað verður af honum. Einhvern veginn gerir maður fátt annað en vinna, borða og sofa og kannski einmitt þess vegna finnst mér tíminn líða svona hratt. Allt í einu kominn föstudagur og mér finnst síðasti föstudagur rétt vera liðinn. Ég er í alvöru að velta því fyrir mér hvort mér myndi finnast tíminn líða hægar (eða ég myndi upplifa að ég fengi meiru áorkað) ef ég nýtti tímann á fjölbreyttari hátt. Gerði meira af "óvenjulegum" hlutum, þ.e. einhverju öðru en bara vinna, borða og sofa. Kannski eru þessar pælingar alveg út í hött en stundum er dagurinn liðinn og mér finnst ég í raun ekki hafa gert neitt. Samt hef ég gert allt þetta venjulega. En það að gera eitthvað óvenjulegt krefst þess að maður fari út fyrir þægindasvæðið og þægindasvæðið mitt er orðið svo skelfilega lítið eitthvað. Hm, þetta eru kannski alltof sjálfhverfar pælingar fyrir bloggið, það verður þá bara að hafa það.

Engin ummæli: