mánudagur, 27. nóvember 2006

Nú skammar Hrefna mig örugglega

hún var að kvarta undan því um daginn að stundum liði vika milli þess sem ég bloggaði og stundum bloggaði ég oftar en einu sinni sama daginn. Henni fannst þessi ófyrirsjáanlega hegðun mín eitthvað erfið - og hafði sem sagt "misst af" einhverju bloggi af þessum sökum.

En ég varð bara að blogga til að segja hvað mér líður vel eftir grænmetis/pastasúpuna sem ég var að elda. Þar sem kokkurinn er að heiman ákvað ég að elda súpu því hann er enginn sérstakur súpumaður. En mér finnst það einhvern veginn passa svo vel að hafa heita súpu í matinn á köldu vetrarkvöldi. Þessi var líka með helling af hvítlauk svo ég ætti ekki að kvefast á næstunni. Og nú myndi ég örugglega segja sjö-níu-þrettán ef ég væri hjátrúarfull, sem ég er ekki. Þori samt varla að segja svona því ég á það til að vera svo kvefsækin. En heitur pottur, gufubað og köld sturta fimm daga í viku hljóta nú að vera ágætis forvarnir...

powered by performancing firefox

Engin ummæli: