miðvikudagur, 15. nóvember 2006

Það er merkilegilegt hvernig hitastigið

úti segir lítið til um það hvernig maður upplifir hita/kulda. Um daginn var t.d. ekki nema -1 á mælinum (en reyndar vindur) og mér var svo skítkalt þegar ég var að fara ofan í laugina en í dag var -8 og mér var ekkert kalt. Fór meira að segja í kalda sturtu á eftir heita pottinum og fannst ég vera alveg hrikalega hraust!

Annars fólst mesti spenningur morgunsins í því hvort ég kæmist klakklaust á bensínstöð því bíllinn var "allt í einu" orðinn bensínlaus. Þessi blessaður bíll sýnir reyndar í kílómetrum hvað er mikið eftir á tankinum og í allan gærdag sýndi hann 50 km. Hefur greinilega staðið eitthvað á sér því þegar ég startaði honum í morgun var hann kominn niður á núllið. Það hvarflaði að mér í smá stund að fresta sundinu og fara fyrst að taka bensín en það var nú ekki lengi. Ég er greinilega orðin svo bundin á klafa vanans að ég verð að gera allt í sömu röð á hverjum degi... Hin skýringin (og sú líklegri) er að ég hafi ekki talið hættandi á að sýna mig á bensínstöðinni, nývöknuð, hæfilega mygluð, með hárið allt út í loftið (nenni ekki að greiða mér áður en ég fer í sundið) og ekki búin að sparsla í hrukkurnar né setja lit á varirnar. En - ég komst alla leið og fyllti á tankinn án nokkurra vandkvæða - og slapp með skrekkinn :-)

Engin ummæli: