Skil ekki alveg hvað verður af honum. Einhvern veginn gerir maður fátt annað en vinna, borða og sofa og kannski einmitt þess vegna finnst mér tíminn líða svona hratt. Allt í einu kominn föstudagur og mér finnst síðasti föstudagur rétt vera liðinn. Ég er í alvöru að velta því fyrir mér hvort mér myndi finnast tíminn líða hægar (eða ég myndi upplifa að ég fengi meiru áorkað) ef ég nýtti tímann á fjölbreyttari hátt. Gerði meira af "óvenjulegum" hlutum, þ.e. einhverju öðru en bara vinna, borða og sofa. Kannski eru þessar pælingar alveg út í hött en stundum er dagurinn liðinn og mér finnst ég í raun ekki hafa gert neitt. Samt hef ég gert allt þetta venjulega. En það að gera eitthvað óvenjulegt krefst þess að maður fari út fyrir þægindasvæðið og þægindasvæðið mitt er orðið svo skelfilega lítið eitthvað. Hm, þetta eru kannski alltof sjálfhverfar pælingar fyrir bloggið, það verður þá bara að hafa það.
fimmtudagur, 30. nóvember 2006
þriðjudagur, 28. nóvember 2006
Það er merkilegt
hvað eitt bólgið hné hefur víðtæk áhrif á líf eiganda síns. Til dæmis get ég ekki synt skriðsund með góðu móti (bak-skrið sleppur fyrir horn), ég get ekki verið í pilsi (er með hvítan hólk utan um hnéð sem sæist í gegnum sokkabuxurnar), ég get ekki verið í skóm með smá hæl (fæ verk í hnéð), ég get ekki farið út að ganga... Man ekki eftir fleiru í bili, vonandi er þetta allt og sumt. Það flækir þó óneitanlega lífið, og þá sérstaklega á morgnana, að geta hvorki verið í pilsi né skóm með hæl (þá er ég bara að tala um pínulítinn hæl, er ekkert í háu-hæla-deildinni). Lendi þar af leiðandi í mesta basli við að ákveða í hvaða fötum ég á að vera í í vinnunni. Finnst skemmtilegra að vera snyrtilega til fara þar, þó ég sé ekki beint í sparifötunum, en ég á t.d. enga smarta flatbotna skó. Brún leðurstígvél á ég reyndar og hef verið í þeim nánast upp á hvern einasta dag undanfarið. Svo á ég bara tvennar almennilegar gallabuxur og hef verið í þeim til skiptis síðustu tvær vikurnar. Sé það núna að eina lausnin á þessu vandamáli mínu er að fara að versla mér buxur og flatbotna skó, a.m.k. virðist hnéð ætla að vera með stæla við mig enn um sinn :(
mánudagur, 27. nóvember 2006
Nú skammar Hrefna mig örugglega
hún var að kvarta undan því um daginn að stundum liði vika milli þess sem ég bloggaði og stundum bloggaði ég oftar en einu sinni sama daginn. Henni fannst þessi ófyrirsjáanlega hegðun mín eitthvað erfið - og hafði sem sagt "misst af" einhverju bloggi af þessum sökum.
En ég varð bara að blogga til að segja hvað mér líður vel eftir grænmetis/pastasúpuna sem ég var að elda. Þar sem kokkurinn er að heiman ákvað ég að elda súpu því hann er enginn sérstakur súpumaður. En mér finnst það einhvern veginn passa svo vel að hafa heita súpu í matinn á köldu vetrarkvöldi. Þessi var líka með helling af hvítlauk svo ég ætti ekki að kvefast á næstunni. Og nú myndi ég örugglega segja sjö-níu-þrettán ef ég væri hjátrúarfull, sem ég er ekki. Þori samt varla að segja svona því ég á það til að vera svo kvefsækin. En heitur pottur, gufubað og köld sturta fimm daga í viku hljóta nú að vera ágætis forvarnir...
En ég varð bara að blogga til að segja hvað mér líður vel eftir grænmetis/pastasúpuna sem ég var að elda. Þar sem kokkurinn er að heiman ákvað ég að elda súpu því hann er enginn sérstakur súpumaður. En mér finnst það einhvern veginn passa svo vel að hafa heita súpu í matinn á köldu vetrarkvöldi. Þessi var líka með helling af hvítlauk svo ég ætti ekki að kvefast á næstunni. Og nú myndi ég örugglega segja sjö-níu-þrettán ef ég væri hjátrúarfull, sem ég er ekki. Þori samt varla að segja svona því ég á það til að vera svo kvefsækin. En heitur pottur, gufubað og köld sturta fimm daga í viku hljóta nú að vera ágætis forvarnir...
powered by performancing firefox
Kosturinn við að vera með ketti
eða einn af kostunum alla vega, er sá að þá fagnar manni alltaf einhver þegar maður kemur heim. Ja, það er að segja ef þau eru vakandi... og oft rífa þau sig nú á lappir ef enginn hefur verið heima lengi. Þá eru þau svo agalega glöð að einhver skuli koma heim. Núna áðan kom ég heim að steindauðu húsi, þ.e. allt var slökkt og þegar ég kom inn og kallaði "halló" þá svaraði enginn. En viti menn, Birta og Máni komu hlaupandi og Máni sló nú ekki hendinni (loppunni) á móti smá klappi. Nú er bara spurningin hvar hitt heimilisfólkið er niðurkomið? Valur er reyndar á Sauðárkróki en um Andra og Ísak veit ég ekki. En ætli þeir skili sér ekki þegar hungrið sverfur að... :-)
sunnudagur, 26. nóvember 2006
Ótrúlega þreytt
í dag eitthvað. Þreytan fer í taugarnar á mér og allt áreiti sömuleiðis. Vildi að það væri kominn háttatími svo ég gæti verið löglega afsökuð og farið að sofa. Eiginlega svolítið fyndið að hugsa um það að ef ég byggi ein þá væri ég sjálfsagt ekkert að tvínóna við það, gæti bara háttað mig upp í rúm án þess að nokkrum fyndist það athugavert. En kann einhvern veginn ekki við það þegar allir aðrir fjölskyldumeðlimir eru í fullu fjöri. Andri að laga til í herberginu sínu, Ísak úti og Valur að drekka kaffi í eldhúsinu með vini sínum. Ég aftur á móti nenni engu. Er að vísu með einhvern krimma í láni á bókasafninu sem væri líklega alveg tilvalinn aflestrar á svona kvöldi. Orka ekki einu sinni tilhugsunina um að prjóna. Já, það er annað hvort að detta niður dauð fyrir framan imbann eða skrönglast inn í stofu og kíkja í bók!
föstudagur, 24. nóvember 2006
Rakst á þessa mynd
þegar ég var að taka til í tölvunni hjá mér. Hún var tekin á Pompidou (man ekki hvernig nafnið er skrifað í augnablikinu... þessi alzheimer light tekur sinn toll...) safninu í París í frábærri ferð til borgarinnar í október 2004. Ferðin var afmælisgjöf mín til bóndans það árið (ég borgaði miðana, hann allt hitt, haha :-) og Hrefna var heima og gætti bús og barna. Já, það var áður en hún flutti til Köben - nú komumst við náttúrulega hvorki lönd né strönd...
Hvað er betra
en koma heim úr vinnunni og fá mexíkóskan mat í boði bóndans, borða við kertaljós og þegar búið er að ganga frá, setjast inn í stofu og hlusta á Ali Farka Toure, prjóna nokkrar umferðir og blogga svo? Það gerist ekki betra!
Það var nóg að gera í vinnunni í dag, fólk greinilega komið á fullt í jólagjafainnkaupunum. Eitt það skemmtilegasta við vinnuna eru samskiptin við viðskiptavinina og alltaf er að koma nýtt fólk. Margir hafa aldrei komið áður, sem segir okkur að vikulegu auglýsingarnar í Dagskránni eru að virka. Í gær kom karlmaður (sem ég kannast reyndar við) ásamt konu og dóttur + tengdasyni og hann (karlmaðurinn) sagði að hann væri nú orðinn 53ja ára en hefði aldrei áður eytt matarhlénu sínu í að skoða ostaskera! Í dag komu svo hjón sem voru að leita að jólagjöf handa syni sínum og voru líka að koma í fyrsta sinn. Þau fara alltaf í Kokku þegar þau eru fyrir sunnan og voru ekkert smá ánægð með að það væri komin verslun á Akureyri sem væri með svipaðar (og sömu) vörur. Nú þyrftu þau ekki lengur að fara suður til að kaupa vandaðar vörur í eldhúsið. Þannig að þetta lofar bara góðu :-)
Það var nóg að gera í vinnunni í dag, fólk greinilega komið á fullt í jólagjafainnkaupunum. Eitt það skemmtilegasta við vinnuna eru samskiptin við viðskiptavinina og alltaf er að koma nýtt fólk. Margir hafa aldrei komið áður, sem segir okkur að vikulegu auglýsingarnar í Dagskránni eru að virka. Í gær kom karlmaður (sem ég kannast reyndar við) ásamt konu og dóttur + tengdasyni og hann (karlmaðurinn) sagði að hann væri nú orðinn 53ja ára en hefði aldrei áður eytt matarhlénu sínu í að skoða ostaskera! Í dag komu svo hjón sem voru að leita að jólagjöf handa syni sínum og voru líka að koma í fyrsta sinn. Þau fara alltaf í Kokku þegar þau eru fyrir sunnan og voru ekkert smá ánægð með að það væri komin verslun á Akureyri sem væri með svipaðar (og sömu) vörur. Nú þyrftu þau ekki lengur að fara suður til að kaupa vandaðar vörur í eldhúsið. Þannig að þetta lofar bara góðu :-)
miðvikudagur, 22. nóvember 2006
Þjónustugæði
hafa verið mér hugleikin síðan ég tók áfanga í þjónustugæðum sem hluta af náminu í viðskiptafræði við HA. Alltof oft verður maður vitni að lélegri þjónustu þó vissulega hafi mörg fyrirtæki tekið sig verulega á í þeim efnum.
Norðurorka hér á Akureyri virðist vera eitt af þeim fyrirtækjum. Um daginn kom tilkynning frá þeim þess efnis að vegna framkvæmda við raflagnir í Kaupangi þyrfti bráðlega að grafa upp gangstíg sem liggur framhjá húsinu okkar og myndi eitthvað ónæði verða af þeim sökum. Í fyrradag kom svo annar miði frá þeim og í þetta sinn var tilkynnt að vegna framkvæmda við spennistöð (sem er beint fyrir ofan húsið okkar) yrði rafmagnið tekið af hverfinu frá klukkan tíu í dag og fram eftir degi.
Ég var sem sagt með yfirvofandi rafmagnsleysi alveg á hreinu en þar sem ég átti ekki að fara í vinnu fyrr en eftir hádegið var ég búin að velta því fyrir mér hvað ég ætti nú að gera þegar lokað yrði á rafmagnið - enda veit hver heilvita maður að nútíma manneskjan lendir í tómu tjóni þegar ekkert er rafmagnið til að knýja heimilistækin og internetið ;-) Lausnin var sú að senda vinkonu minni SMS og viti menn hún var heima og bauð mér í morgunkaffi/te.
Þegar hér var komið sögu var húsið orðið rafmagnslaust samkvæmt áætlun og ég bara sátt og sæl með þetta allt saman. Alveg þar til ég fór út í bílskúr og ætlaði að bakka út úr honum. Þá fyrst áttaði ég mig á því að bílskúrshurðin er rafknúin og þar af leiðandi var ég föst með bílinn inni í skúr. Ég varð hálf miður mín því fyrir utan bólgið hné sem þolir ekki miklar göngur þá var ég líka búin að lofa eiginmanninum að sækja hann í vinnu nr.1 og keyra hann í vinnu nr. 2 klukkan hálftólf.
Með öndina í hálsinum gekk ég að spennustöðinni og vonaði að kallarnir gætu bara sett rafmagnið aftur á í smá stund, bara rétt á meðan ég kæmist út úr skúrnum. En, nei, þeir voru komnir á fullt í vinnu og það var ekki raunhæfur möguleiki í stöðunni. Einn þeirra hefur líklega séð hvað ég var bjargarlaus á svipinn því hann sagði mér að það væri snúra sem héngi niður úr bílskúrshurðinni og í hana gæti ég togað til að opna hurðina. Eitthvað rámaði mig í umrædda snúru svo ég tölti af stað í átt að bílskúrnum, heldur upplitsdjarfari. Þarna hefði Norðurorku-maðurinn getað hætt sínum afskiptum af málinu en hann reyndist sannur riddari og fylgdi á eftir mér að skúrnum. Fann snúruna og togaði í hana. Var þá hægt að ýta hurðinni upp með handafli, en hún vildi bara alls ekki festast uppi sama hvað við gerðum margar tilraunir. Lyktir málsins urðu þær að hann bauðst til að halda undir hurðina á meðan ég bakkaði út, sem hann og gerði. Já þetta kalla ég góða þjónustu :-)
Norðurorka hér á Akureyri virðist vera eitt af þeim fyrirtækjum. Um daginn kom tilkynning frá þeim þess efnis að vegna framkvæmda við raflagnir í Kaupangi þyrfti bráðlega að grafa upp gangstíg sem liggur framhjá húsinu okkar og myndi eitthvað ónæði verða af þeim sökum. Í fyrradag kom svo annar miði frá þeim og í þetta sinn var tilkynnt að vegna framkvæmda við spennistöð (sem er beint fyrir ofan húsið okkar) yrði rafmagnið tekið af hverfinu frá klukkan tíu í dag og fram eftir degi.
Ég var sem sagt með yfirvofandi rafmagnsleysi alveg á hreinu en þar sem ég átti ekki að fara í vinnu fyrr en eftir hádegið var ég búin að velta því fyrir mér hvað ég ætti nú að gera þegar lokað yrði á rafmagnið - enda veit hver heilvita maður að nútíma manneskjan lendir í tómu tjóni þegar ekkert er rafmagnið til að knýja heimilistækin og internetið ;-) Lausnin var sú að senda vinkonu minni SMS og viti menn hún var heima og bauð mér í morgunkaffi/te.
Þegar hér var komið sögu var húsið orðið rafmagnslaust samkvæmt áætlun og ég bara sátt og sæl með þetta allt saman. Alveg þar til ég fór út í bílskúr og ætlaði að bakka út úr honum. Þá fyrst áttaði ég mig á því að bílskúrshurðin er rafknúin og þar af leiðandi var ég föst með bílinn inni í skúr. Ég varð hálf miður mín því fyrir utan bólgið hné sem þolir ekki miklar göngur þá var ég líka búin að lofa eiginmanninum að sækja hann í vinnu nr.1 og keyra hann í vinnu nr. 2 klukkan hálftólf.
Með öndina í hálsinum gekk ég að spennustöðinni og vonaði að kallarnir gætu bara sett rafmagnið aftur á í smá stund, bara rétt á meðan ég kæmist út úr skúrnum. En, nei, þeir voru komnir á fullt í vinnu og það var ekki raunhæfur möguleiki í stöðunni. Einn þeirra hefur líklega séð hvað ég var bjargarlaus á svipinn því hann sagði mér að það væri snúra sem héngi niður úr bílskúrshurðinni og í hana gæti ég togað til að opna hurðina. Eitthvað rámaði mig í umrædda snúru svo ég tölti af stað í átt að bílskúrnum, heldur upplitsdjarfari. Þarna hefði Norðurorku-maðurinn getað hætt sínum afskiptum af málinu en hann reyndist sannur riddari og fylgdi á eftir mér að skúrnum. Fann snúruna og togaði í hana. Var þá hægt að ýta hurðinni upp með handafli, en hún vildi bara alls ekki festast uppi sama hvað við gerðum margar tilraunir. Lyktir málsins urðu þær að hann bauðst til að halda undir hurðina á meðan ég bakkaði út, sem hann og gerði. Já þetta kalla ég góða þjónustu :-)
mánudagur, 20. nóvember 2006
Maginn fullur af Brynjuís -
kannski ekki sérlega gáfulegt svona rétt fyrir nóttina... Kallarnir mínir þrír eru allir vitlausir í Brynjuís og það er dóttirin reyndar líka (bara erfiðara fyrir hana að fullnægja fíkninni í Danaveldi en það styttist nú í jólafrí hjá henni :-) Þó ég sé ekki ísfíkill finnst mér ísinn ekki svo slæmur með helling af súkkulaðisósu ... já, eiginlega bara nokkuð góður...
Annars er ég svo fótafúin núna að ég man vart eftir öðru eins frá því ég var að vinna sem sjúkraliði (þá gekk maður nú oft ófáa kílómetrana á dag). Kiddi hennar Sunnu smíðaði nefnilega nýtt afgreiðsluborð handa okkur en áður notuðumst við skrifborð og því fylgdi að sjálfsögðu stóll þannig að ég stóð ekki upp á endann allan daginn heldur sat á rassinum á milli þess sem ég afgreiddi viðskiptavini, tók upp vörur, þurrkaði af o.s.frv.
Í dag var fyrsti dagurinn með nýja afgreiðsluborðið í notkun og ég komst að því að ég er greinilega í afspyrnu lélegri stöðu-þjálfun. Þegar dagur var að kvöldi kominn líkist ég helst tveimur úr tungunum sem voru "gengnar upp að herðablöðum" ef ég man rétt. Taldi það meira að segja nokkurt þrekvirki að geta staulast upp tröppurnar frá neðri hæðinni núna áðan, að afloknu sjónvarpsglápi kvöldsins. Og um leið og ég skrifa þetta þá átta ég mig á því að ég prjónaði víst ekkert í dag - nei, slökkti bara á heilasellunum (þessum fáu sem enn voru vakandi) fyrir framan imbann. Og nú hyggst ég slökkva á restinni af mér og er hér með farin í háttinn.
Annars er ég svo fótafúin núna að ég man vart eftir öðru eins frá því ég var að vinna sem sjúkraliði (þá gekk maður nú oft ófáa kílómetrana á dag). Kiddi hennar Sunnu smíðaði nefnilega nýtt afgreiðsluborð handa okkur en áður notuðumst við skrifborð og því fylgdi að sjálfsögðu stóll þannig að ég stóð ekki upp á endann allan daginn heldur sat á rassinum á milli þess sem ég afgreiddi viðskiptavini, tók upp vörur, þurrkaði af o.s.frv.
Í dag var fyrsti dagurinn með nýja afgreiðsluborðið í notkun og ég komst að því að ég er greinilega í afspyrnu lélegri stöðu-þjálfun. Þegar dagur var að kvöldi kominn líkist ég helst tveimur úr tungunum sem voru "gengnar upp að herðablöðum" ef ég man rétt. Taldi það meira að segja nokkurt þrekvirki að geta staulast upp tröppurnar frá neðri hæðinni núna áðan, að afloknu sjónvarpsglápi kvöldsins. Og um leið og ég skrifa þetta þá átta ég mig á því að ég prjónaði víst ekkert í dag - nei, slökkti bara á heilasellunum (þessum fáu sem enn voru vakandi) fyrir framan imbann. Og nú hyggst ég slökkva á restinni af mér og er hér með farin í háttinn.
sunnudagur, 19. nóvember 2006
Morgunsund gefur gull í mund
er sem sagt búin að fara og synda í morgun - í þetta sinn með eiginmanninum. Við vorum búin að ákveða í gær að vakna snemma og drífa okkur í sund (ég fór nefnilega ekki á föstudaginn af því þá var fundur í Lundarskóla, ekki í gær af því þá var ég löt og kemst ekki á morgun af því ég fer á fund kl. 8).
Í gærkvöldi fórum við hins vegar út að borða á Karólínu Restaurant og fengum þar ágætis mat. Langvíu í forrétt, hreindýr í aðalrétt og súkkulaðisufflé í eftirrétt. Nema hvað, ég er orðin svo óvön að borða mat sem er þungur í maga (og þoli reyndar ekki sveppi og það var hellingur af þeim með hreindýrinu - en mér finnst þeir góðir og borðaði þá gegn betri vitund), svo ég gat ekki sofnað fyrr en seint og um síðir í gær af því mér var svo illt í maganum.
Vaknaði samt uppúr átta og við fórum í sundið eins og áætlað hafði verið. Valur og Ísak drifu sig svo í Fjallið en ég er með bólgið hné og kemst ekki með. Ætlaði þá að vera rosa dugleg og vinna í tölvunni - en er svo syfjuð núna að ég er alveg að drepast. Sótti dagsbirtulampann minn fram í eldhús ef ske kynni að hann hjálpaði mér að vakna en enn sem komið er hefur hann lítil áhrif. Hm, hvað gera bændur þá?
Í gærkvöldi fórum við hins vegar út að borða á Karólínu Restaurant og fengum þar ágætis mat. Langvíu í forrétt, hreindýr í aðalrétt og súkkulaðisufflé í eftirrétt. Nema hvað, ég er orðin svo óvön að borða mat sem er þungur í maga (og þoli reyndar ekki sveppi og það var hellingur af þeim með hreindýrinu - en mér finnst þeir góðir og borðaði þá gegn betri vitund), svo ég gat ekki sofnað fyrr en seint og um síðir í gær af því mér var svo illt í maganum.
Vaknaði samt uppúr átta og við fórum í sundið eins og áætlað hafði verið. Valur og Ísak drifu sig svo í Fjallið en ég er með bólgið hné og kemst ekki með. Ætlaði þá að vera rosa dugleg og vinna í tölvunni - en er svo syfjuð núna að ég er alveg að drepast. Sótti dagsbirtulampann minn fram í eldhús ef ske kynni að hann hjálpaði mér að vakna en enn sem komið er hefur hann lítil áhrif. Hm, hvað gera bændur þá?
laugardagur, 18. nóvember 2006
Ég hefði viljað vera með myndavél
á leiðinni í vinnuna í morgun. Sólin kom upp akkúrat þegar ég var hálfnuð niðureftir og þegar ég var efst í Skátagilinu þá var einstaklega fallegt útsýni yfir Pollinn og Vaðlaheiði þar sem þau böðuðu sig í sólargeislunum.
Kuldaboli heiðrar okkur með nærveru sinni
þessa dagana. Á meðan sumum stendur á sama og aðrir eru allt að því ánægðir með þetta veðurfar þá eru enn aðrir sem þola svona veðurfar engan veginn. Kettirnir okkar falla í síðastnefnda flokkinn. Þau hafa ekki farið út fyrir hússins dyr í tvær eða þrjár vikur, og liggja bara og sofa mest allan daginn.
Á miðvikudagsmorguninn var Birta reyndar að drepast úr pirringi yfir þessu ástandi og gekk vælandi um húsið. Eftir smá stund var ég orðin svo þreytt á henni að ég opnaði útidyrnar til að sýna henni að úti væri snjór og kalt. Þegar hún stóð í dyragættinni og snusaði út í kalda loftið kom Máni hlaupandi og hélt að hann væri að missa af einhverju. Þá tók Birta eitt eða tvö varfærnisleg skref í átt að dyrunum og var jafnvel að spá í að sýna það stórkostlega hugrekki að fara alveg í gættina. Í einhverju pirringskasti tók ég báða kettina og henti þeim út á pall. Það var smá auður blettur beint fyrir framan þröskuldinn og þar stóðu þau, eins og álfar út úr hól. Ég lokaði dyrunum og hugsaði með mér að þau hefðu bara gott af því að fá sér smá súrefni. Fékk ógurlegt samviskubit fyrir að fara svona illa með dýrin og hleypti þeim aftur inn eftir u.þ.b. eina mínútu. Þá hafði kuldinn svo sannarlega komið blóðinu á hreyfingu því þau þeyttust um allt hús í eltingarleik og kæti - sem styrkti mig í trúnni að þau hefðu bara haft gott af þessu!
Nú á eftir ætla ég að beita sjálfa mig sömu meðferðinni, hætta mér út í tæplega 15 stiga frostið og afreka að ganga í vinnuna. Hlýt að verða rosalega spræk á eftir!
Á miðvikudagsmorguninn var Birta reyndar að drepast úr pirringi yfir þessu ástandi og gekk vælandi um húsið. Eftir smá stund var ég orðin svo þreytt á henni að ég opnaði útidyrnar til að sýna henni að úti væri snjór og kalt. Þegar hún stóð í dyragættinni og snusaði út í kalda loftið kom Máni hlaupandi og hélt að hann væri að missa af einhverju. Þá tók Birta eitt eða tvö varfærnisleg skref í átt að dyrunum og var jafnvel að spá í að sýna það stórkostlega hugrekki að fara alveg í gættina. Í einhverju pirringskasti tók ég báða kettina og henti þeim út á pall. Það var smá auður blettur beint fyrir framan þröskuldinn og þar stóðu þau, eins og álfar út úr hól. Ég lokaði dyrunum og hugsaði með mér að þau hefðu bara gott af því að fá sér smá súrefni. Fékk ógurlegt samviskubit fyrir að fara svona illa með dýrin og hleypti þeim aftur inn eftir u.þ.b. eina mínútu. Þá hafði kuldinn svo sannarlega komið blóðinu á hreyfingu því þau þeyttust um allt hús í eltingarleik og kæti - sem styrkti mig í trúnni að þau hefðu bara haft gott af þessu!
Nú á eftir ætla ég að beita sjálfa mig sömu meðferðinni, hætta mér út í tæplega 15 stiga frostið og afreka að ganga í vinnuna. Hlýt að verða rosalega spræk á eftir!
fimmtudagur, 16. nóvember 2006
Prjónaskapurinn gengur hææææægt
Mér finnst ég einhvern veginn aldrei hafa tíma til að prjóna - sem er náttúrulega bara vitleysa - en hver sem ástæðan er þá er ég bara búin með bakstykkið og hálft hægra forstykkið. Ég var reyndar búin með tvo þriðju af forstykkinu (segir maður forstykki eða framstykki?) en uppgötvaði þá að ég hafði gert villu og þurfti að rekja upp. Ég gerði það án þess að blikna (tja, kannski smá ýkjur) en fyrir tuttugu árum eða svo þegar ég var uppá mitt besta í prjónaskapnum þá hefði ég nú ekki verið að stressa mig á svoleiðis smámunum, bara reynt að fiffa þetta eitthvað til. En þangað til ég kemst betur í prjónagírinn verð ég bara að horfa á peysuna á netinu og láta mig dreyma um það hvað ég verð flott í henni þegar hún verður búin ;-)
Annars er það í fréttum að synirnir áttu báðir að vera staddir á fjarri heimilinu um helgina og satt best að segja var ég farin að spá í hvað það yrði nú skrítið að hafa hvorugan þeirra heima heila helgi. En ferðin hans Ísaks (til Reykjavíkur) var blásin af í dag, því miður fyrir hann, og átti veðrið sök á því. Ennþá stendur til að Andri fari en hann er reyndar að fara alla leið til Vestmannaeyja, fyrst með rútu og síðan með Herjólfi, þannig að þetta verður heilmikið ferðalag fyrir þá.
Læt þetta gott heita í bili, Guðný has left the building.
Annars er það í fréttum að synirnir áttu báðir að vera staddir á fjarri heimilinu um helgina og satt best að segja var ég farin að spá í hvað það yrði nú skrítið að hafa hvorugan þeirra heima heila helgi. En ferðin hans Ísaks (til Reykjavíkur) var blásin af í dag, því miður fyrir hann, og átti veðrið sök á því. Ennþá stendur til að Andri fari en hann er reyndar að fara alla leið til Vestmannaeyja, fyrst með rútu og síðan með Herjólfi, þannig að þetta verður heilmikið ferðalag fyrir þá.
Læt þetta gott heita í bili, Guðný has left the building.
miðvikudagur, 15. nóvember 2006
Það er merkilegilegt hvernig hitastigið
úti segir lítið til um það hvernig maður upplifir hita/kulda. Um daginn var t.d. ekki nema -1 á mælinum (en reyndar vindur) og mér var svo skítkalt þegar ég var að fara ofan í laugina en í dag var -8 og mér var ekkert kalt. Fór meira að segja í kalda sturtu á eftir heita pottinum og fannst ég vera alveg hrikalega hraust!
Annars fólst mesti spenningur morgunsins í því hvort ég kæmist klakklaust á bensínstöð því bíllinn var "allt í einu" orðinn bensínlaus. Þessi blessaður bíll sýnir reyndar í kílómetrum hvað er mikið eftir á tankinum og í allan gærdag sýndi hann 50 km. Hefur greinilega staðið eitthvað á sér því þegar ég startaði honum í morgun var hann kominn niður á núllið. Það hvarflaði að mér í smá stund að fresta sundinu og fara fyrst að taka bensín en það var nú ekki lengi. Ég er greinilega orðin svo bundin á klafa vanans að ég verð að gera allt í sömu röð á hverjum degi... Hin skýringin (og sú líklegri) er að ég hafi ekki talið hættandi á að sýna mig á bensínstöðinni, nývöknuð, hæfilega mygluð, með hárið allt út í loftið (nenni ekki að greiða mér áður en ég fer í sundið) og ekki búin að sparsla í hrukkurnar né setja lit á varirnar. En - ég komst alla leið og fyllti á tankinn án nokkurra vandkvæða - og slapp með skrekkinn :-)
Annars fólst mesti spenningur morgunsins í því hvort ég kæmist klakklaust á bensínstöð því bíllinn var "allt í einu" orðinn bensínlaus. Þessi blessaður bíll sýnir reyndar í kílómetrum hvað er mikið eftir á tankinum og í allan gærdag sýndi hann 50 km. Hefur greinilega staðið eitthvað á sér því þegar ég startaði honum í morgun var hann kominn niður á núllið. Það hvarflaði að mér í smá stund að fresta sundinu og fara fyrst að taka bensín en það var nú ekki lengi. Ég er greinilega orðin svo bundin á klafa vanans að ég verð að gera allt í sömu röð á hverjum degi... Hin skýringin (og sú líklegri) er að ég hafi ekki talið hættandi á að sýna mig á bensínstöðinni, nývöknuð, hæfilega mygluð, með hárið allt út í loftið (nenni ekki að greiða mér áður en ég fer í sundið) og ekki búin að sparsla í hrukkurnar né setja lit á varirnar. En - ég komst alla leið og fyllti á tankinn án nokkurra vandkvæða - og slapp með skrekkinn :-)
þriðjudagur, 14. nóvember 2006
mánudagur, 13. nóvember 2006
Dóttirin í Danmörku á afmæli í dag
Innilega til hamingju með daginn elsku Hrefna mín, bestu kveðjur frá okkur öllum hér heima, bara verst að geta ekki komið í afmæliskaffi til þín!
Annars borðaði ég greinilega of mikið af kökum í mínu eigin afmæli í gær (átti afganga í frystikistunni frá kvennaklúbbs-bakstri)þannig að ég hefði sennilega ekki haft gott af því að borða kökur í dag líka.
Í gærkvöldi fórum við Valur svo í Akureyrarkirkju þar sem var dagskrá til heiðurs Matthíasi Jochumsen. Þórunn Valdimarsdóttir las uppúr bók sinni, leiknir voru stuttir leikþættir m.a. úr Skugga-Sveini, stúlknakór Akureyrarkirkju söng og Megas söng einnig nokkur lög. Þetta var hin fínasta kvöldskemmtun og verður vonandi til þess að við hjónin verðum duglegri að drífa okkur út á kvöldin þegar eitthvað er um að vera.
Hm, ef einhverjum finnst þessi pistill minn samhengislaus og skrýtinn þá er það vegna þess að ég er að fara í vinnuna og á eftir að hengja upp þvott áður en ég fer - en ég vildi endilega koma afmælisóskunum á framfæri fyrst.
Annars borðaði ég greinilega of mikið af kökum í mínu eigin afmæli í gær (átti afganga í frystikistunni frá kvennaklúbbs-bakstri)þannig að ég hefði sennilega ekki haft gott af því að borða kökur í dag líka.
Í gærkvöldi fórum við Valur svo í Akureyrarkirkju þar sem var dagskrá til heiðurs Matthíasi Jochumsen. Þórunn Valdimarsdóttir las uppúr bók sinni, leiknir voru stuttir leikþættir m.a. úr Skugga-Sveini, stúlknakór Akureyrarkirkju söng og Megas söng einnig nokkur lög. Þetta var hin fínasta kvöldskemmtun og verður vonandi til þess að við hjónin verðum duglegri að drífa okkur út á kvöldin þegar eitthvað er um að vera.
Hm, ef einhverjum finnst þessi pistill minn samhengislaus og skrýtinn þá er það vegna þess að ég er að fara í vinnuna og á eftir að hengja upp þvott áður en ég fer - en ég vildi endilega koma afmælisóskunum á framfæri fyrst.
fimmtudagur, 9. nóvember 2006
Hef verið að hugsa um allt fólkið sem
maður kynnist á lífsleiðinni, á samleið með í vissan tíma en svo skilja leiðir. Í mínu tilfelli eru þetta reyndar aðallega konur þó einn og einn karlmaður slæðist reyndar með. En ef við tökum t.d. dæmi þá erum við búin að búa í tólf ár á Akureyri (í þessari lotu) og á þeim tíma hef ég kynnst mörgum nýjum konum og endurnýjað kynnin við aðrar. Nema hvað, svo bara flytja þessar sömu konur í burtu (flestar til Reykjavíkur) og eftir sit ég með sárt ennið...
Sólrún sem ég kynntist á óléttunámskeiði og var seinna með í blaki, saumaklúbb og kvennaklúbb (flutt suður), Hjördís sem ég var með í sauma- og kvennaklúbb (flutt suður), Tobba sem var í kvennaklúbbnum (flutt suður), Ester sem ég var með í saumaklúbb (flutt suður), Eva sem ég kynntist í háskólanum (flutt til Bandaríkjanna, Dodda sem ég kynntist líka í háskólanum (flutti til Englands og svo til Reykjavíkur) Inga og Dóri, vinafólk okkar sem við fórum m.a. með í afar skemmtilega ferð til Ítalíu (fluttu suður) og ... nú man ég allt í einu ekki eftir fleirum þó ég viti að þær séu fleiri. Þegar Sólrún, Ester og Hjördís voru allar fluttar suður lagðist saumaklúbburinn af og þá hætti ég líka að hitta Rögnu, Hönnu Dóru og Agnesi, svo það voru sannkölluð samlegðaráhrif til hins verra þar. Og þegar ég hætti að vinna í Háskólanum s.l. vor þá hætti ég líka að hitta margt skemmtilegt fólk sem ég umgekkst daglega, eins og t.d. fólkið í húsumsjóninni, konurnar í mötuneytinu og samkennara mína sem voru margir hverjir alveg ágætir.
Ef ég fer lengra aftur í tíma þá kynntist ég frábærum konum í Tromsö sem ég hef alveg tapað sambandinu við s.s. Stínu sem nú býr á Ólafsfirði, Helgu sem er komin á Sauðárkrók, Ólöfu sem er í Reykjavík, Láru sem enn er í Tromsö, Valborgu systur hennar sem er í Mosfellsbæ ásamt Berglindi, Anne-Marie sem ég held að sé í Brussel, Ásthildi sem er í Reykjavík og Annie sem ég var með í sálfræðinni og býr einhvers staðar í Noregi. Í Bergen voru það hin norska Unni, hin austur-þýska Kerstin og ... arg, nú man ég ekki hvað hún heitir en hún er íslensk og átti heima ekki svo langt frá okkur. Í Förde voru Jens og Astrid sem m.a. pössuðu Hrefnu meðan ég fór á sjúkrahúsið og fæddi Andra.
Ég held að ég láti þessari upptalningu hér með lokið en bottom line í þessu öllu saman er, að þrátt fyrir að maður komi kannski í manns stað, þá er enginn eins og ég sakna þessa fólks sem einu sinni var hluti af lífi mínu en er það ekki lengur.
Jákvæða hliðin er reyndar sú að ég er enn að kynnast nýju frábæru fólki, t.d. í kvöld fór ég á fyrirtækjakynningu hjá norðankonum í FKA og myndaði þar ný tengsl sem kannski eiga seinna meir eftir að verða meiri :-)
Sólrún sem ég kynntist á óléttunámskeiði og var seinna með í blaki, saumaklúbb og kvennaklúbb (flutt suður), Hjördís sem ég var með í sauma- og kvennaklúbb (flutt suður), Tobba sem var í kvennaklúbbnum (flutt suður), Ester sem ég var með í saumaklúbb (flutt suður), Eva sem ég kynntist í háskólanum (flutt til Bandaríkjanna, Dodda sem ég kynntist líka í háskólanum (flutti til Englands og svo til Reykjavíkur) Inga og Dóri, vinafólk okkar sem við fórum m.a. með í afar skemmtilega ferð til Ítalíu (fluttu suður) og ... nú man ég allt í einu ekki eftir fleirum þó ég viti að þær séu fleiri. Þegar Sólrún, Ester og Hjördís voru allar fluttar suður lagðist saumaklúbburinn af og þá hætti ég líka að hitta Rögnu, Hönnu Dóru og Agnesi, svo það voru sannkölluð samlegðaráhrif til hins verra þar. Og þegar ég hætti að vinna í Háskólanum s.l. vor þá hætti ég líka að hitta margt skemmtilegt fólk sem ég umgekkst daglega, eins og t.d. fólkið í húsumsjóninni, konurnar í mötuneytinu og samkennara mína sem voru margir hverjir alveg ágætir.
Ef ég fer lengra aftur í tíma þá kynntist ég frábærum konum í Tromsö sem ég hef alveg tapað sambandinu við s.s. Stínu sem nú býr á Ólafsfirði, Helgu sem er komin á Sauðárkrók, Ólöfu sem er í Reykjavík, Láru sem enn er í Tromsö, Valborgu systur hennar sem er í Mosfellsbæ ásamt Berglindi, Anne-Marie sem ég held að sé í Brussel, Ásthildi sem er í Reykjavík og Annie sem ég var með í sálfræðinni og býr einhvers staðar í Noregi. Í Bergen voru það hin norska Unni, hin austur-þýska Kerstin og ... arg, nú man ég ekki hvað hún heitir en hún er íslensk og átti heima ekki svo langt frá okkur. Í Förde voru Jens og Astrid sem m.a. pössuðu Hrefnu meðan ég fór á sjúkrahúsið og fæddi Andra.
Ég held að ég láti þessari upptalningu hér með lokið en bottom line í þessu öllu saman er, að þrátt fyrir að maður komi kannski í manns stað, þá er enginn eins og ég sakna þessa fólks sem einu sinni var hluti af lífi mínu en er það ekki lengur.
Jákvæða hliðin er reyndar sú að ég er enn að kynnast nýju frábæru fólki, t.d. í kvöld fór ég á fyrirtækjakynningu hjá norðankonum í FKA og myndaði þar ný tengsl sem kannski eiga seinna meir eftir að verða meiri :-)
miðvikudagur, 8. nóvember 2006
Er búin að setja persónulegt met
í því að vera snemma í jólaundirbúningnum. Venjan er nefnilega sú að ég er að kaupa jólaföt á krakkana rétt fyrir litlu jólin og jólapakkana rétt áður en sendingarfresturinn rennur út. En núna er ég sem sagt búin að kaupa jólafötin á Ísak og byrjuð að búa til jólagjafalista. Er reyndar ekki búin að kaupa neitt á listanum ennþá - en sumt fæst í Pottum og prikum þannig að hæg eru heimatökin :-) En ég er sem sagt að vona að það verði svo mikið að gera hjá okkur í búðinni fyrir jólin að ég hafi engan tíma þá til að sinna jólastússi - og ætla þess vegna að freista þess að vera búin að sem mestu áður en aðalvertíðin byrjar. En hvernig mér gengur að standa við þessi fínu fyrirheit, það er nú önnur saga. Byrjar alla vega vel!
miðvikudagur, 1. nóvember 2006
Fékk móral
þegar mér varð hugsað til þess að strákarnir kæmu heim úr skólanum og myndu finna angandi bökunarlykt í húsinu - en ekkert væri handa þeim, bara kaka í frystikistunni ætluð í kvennaklúbb. Afleiðingin: Ég ákvað að baka möffins handa þeim! Þannig að nú er ég búin að vera bundin "bak við eldavélina" megnið af morgninum. En það er líka allt í lagi. Vona bara að synirnir kunni að meta viðurgjörninginn :-)
Kvennaklúbbur hjá mér á föstudaginn
og ég er með súkkulaðislettu í auganu.
Mun fleiri súkkulaðislettur skreyta ljósu flíspeysuna mína.
Mun fleiri súkkulaðislettur skreyta ljósu flíspeysuna mína.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)