fimmtudagur, 22. júní 2006

Rapport til systur minnar

Heimsókn Sigurðar gengur ljómandi vel og mig minnir að ég hafi heyrt orðin "I love Akureyri" úr aftursætinu þegar við vorum á leið í Brynju í fyrrakvöld :-) Þeir frændur eiga samskipti á samblandi af íslensku, norsku og ensku - frekar fyndið stundum að hlusta á þá. Þeir eru búnir að fara tvisvar í sund og Sigurður er búinn að fá sína heittelskuðu snúða tvo daga í röð í kaffinu. Við stefnum á að fara með þá í útilegu/smá ferðalag um helgina. Ég er búin að bóka ferð í hvalaskoðun á laugardaginn og nú er verið að reyna að fá unglinginn á heimilinu til að fara með í ferðina. Svo, eins og þú veist, koma Palli bróðir, Birte konan hans og mamma öll norður á mánudaginn. Hrefna er líka flutt heim aftur tímabundið svo það verður fjör í tuskunum :-) Það vantar bara ykkur Kjell-Einar :-(

Engin ummæli: