miðvikudagur, 14. júní 2006

Letin er harður húsbóndi

eins öfugsnúið og það kannski hljómar. Ég fer ekki að vinna fyrr en klukkan tvö í dag og ætlaði aldeilis að nýta tímann þangað til. Ég þarf t.d. að ryksuga eldhúsið og forstofuna, ganga frá í eldhúsinu, þvo þvott, kaupa blómapotta, skila bókum á bókasafnið og vinna í tölvunni, svo eitthvað sé nefnt.

Það eina sem ég hef afrekað er að fara til sjúkraþjálfara, borða morgunmat og setja í eina þvottavél. Var komin fram í eldhús áðan og ætlaði að vera dugleg - en þar voru Mogginn og Fréttablaðið að þvælast fyrir mér - og auðvitað þurfti ég að fletta blöðunum... Og einhverra hluta vegna endaði ég inni í tölvuherbergi og fór að blogga. Hér sit ég og er alveg að sofna og er svo þung í öllum skrokknum að ég á meira að segja erfitt með að hreyfa fingurna á lyklaborðinu. Held barasta að ég leggi mig í smá stund, hressist vonandi við það!

Engin ummæli: