Annars var ferðin afskaplega vel heppnuð og gaman að fara þetta þó stutt væri. Við sáum hnúfubak í hvalaskoðunarferðinni, fórum í sund á Húsavík, gengum á Hverfjall að kvöldlagi og hringinn ofan á því og fórum í Jarðböðin, svo helstu hápunktarnir séu nefndir.
miðvikudagur, 28. júní 2006
Það sem vakti mesta athygli okkar
í nýafstaðinni ferð í Þingeyjarsýslur, var sú staðreynd hve margt af fólkinu sem vinnur við ferðaþjónustu er ekki mælandi á íslenska tungu. Ástæðan? Jú, þetta eru nefnilega útlendingar. Og svo ég segi það nú strax, áður en nokkur misskilningur getur orðið, þá hef ég ekkert á móti útlendingum né því að þeir vinni á Íslandi. Finnst það bara jákvætt. Það er hins vegar svolítið fyndið að koma á hvalasafnið á Húsavík og spyrja (á móðurmálinu) hvað safnið sé opið lengi og þurfa að endurtaka spurninguna á ensku til að fá svar. Að auki var leiðsögukonan um borð í bátnum spænsk, stelpan sem afgreiddi okkur í Gamla bænum í Reykjahlíð í Mývatnssveit talaði ensku og hið sama gerði stelpan sem sá um morgunmatinn í Vogafjósi. En við vorum reyndar einu Íslendingarnir sem vorum á flestum þessum stöðum, svo það er vel skiljanlegt að ferðaþjónustuaðilar ráði til sín útlendinga yfir sumarið :-)
Annars var ferðin afskaplega vel heppnuð og gaman að fara þetta þó stutt væri. Við sáum hnúfubak í hvalaskoðunarferðinni, fórum í sund á Húsavík, gengum á Hverfjall að kvöldlagi og hringinn ofan á því og fórum í Jarðböðin, svo helstu hápunktarnir séu nefndir.
Annars var ferðin afskaplega vel heppnuð og gaman að fara þetta þó stutt væri. Við sáum hnúfubak í hvalaskoðunarferðinni, fórum í sund á Húsavík, gengum á Hverfjall að kvöldlagi og hringinn ofan á því og fórum í Jarðböðin, svo helstu hápunktarnir séu nefndir.
fimmtudagur, 22. júní 2006
Rapport til systur minnar
Heimsókn Sigurðar gengur ljómandi vel og mig minnir að ég hafi heyrt orðin "I love Akureyri" úr aftursætinu þegar við vorum á leið í Brynju í fyrrakvöld :-) Þeir frændur eiga samskipti á samblandi af íslensku, norsku og ensku - frekar fyndið stundum að hlusta á þá. Þeir eru búnir að fara tvisvar í sund og Sigurður er búinn að fá sína heittelskuðu snúða tvo daga í röð í kaffinu. Við stefnum á að fara með þá í útilegu/smá ferðalag um helgina. Ég er búin að bóka ferð í hvalaskoðun á laugardaginn og nú er verið að reyna að fá unglinginn á heimilinu til að fara með í ferðina. Svo, eins og þú veist, koma Palli bróðir, Birte konan hans og mamma öll norður á mánudaginn. Hrefna er líka flutt heim aftur tímabundið svo það verður fjör í tuskunum :-) Það vantar bara ykkur Kjell-Einar :-(
Afrekaði að hringja í Leiðbeiningastöð heimilanna
(áður Leiðbeiningastöð húsmæðra ef mig misminnir ekki) í dag, í annað skipti á ævinni. Man ekki hvers vegna ég hringdi þangað í fyrsta sinnið enda um 20 ár síðan - í dag var það til að fá ráð við vondri lykt úr fötum. Það kemur alltaf svo vond lykt úr bómullarbolum og leikfimisfatnaði sem má ekki þvo við hærri hita en 40 gráður. Einhvern tímann hef ég meira að segja hent flíkum sem voru heilar að öðru leyti en því að þær lyktuðu eins og þær hefðu verið dregnar upp úr niðurfallsröri. En þegar eiginmaðurinn fór að kvarta undan því að ekki væri lengur hægt að vera í rúmlega ársgömlum íþróttabol þá rifjaðist það allt í einu upp fyrir mér að hafa heyrt um lausn á þessu vandamáli. Hringdi í Leiðbeiningastöð heimilanna og einhver ágæt kona var svo væn að svara mér þrátt fyrir að hún segði að í raun væri lokað hjá þeim. Konan lét mig hafa nafnið á efni sem fæst í apótekunum og ég fór beinustu leið og keypti það. Lagði svo heilan helling af bolum í bleyti í efninu í klukkutíma og þvoði síðan eins og venjulega. Var að hengja þvottinn upp áðan og þrátt fyrir að hnusa sem mest ég mátti af þvottinum fann ég bara enga vonda lykt! Þetta lofar sem sagt góðu en endanlegt "test" verður ekki fyrr en farið er að ganga í fötunum. Ég skal láta ykkur vita...
mánudagur, 19. júní 2006
Ekki beint hægt að segja að bloggandinn
sé yfir mér þessa dagana. Samt er ýmislegt að gerast, svo ekki er það vegna þess að umfjöllunarefnin skorti. En síðan ég bloggaði síðast hefur þetta m.a. gerst:
- Ég fór ásamt vinkonu minni á ball í íþróttahöllinni en það er árlegur viðburður á 16. júní að gamlir M.A. stúdentar koma þar saman og endurnýja gömul kynni. Ekki hafði ég nú ætlað út þetta kvöld en dreif mig engu að síður og þetta var bara mjög skemmtilegt. Hitti t.d. konu sem bjó í Tromsö um leið og ég og það var virkilega gaman. Eftir ballið fórum við svo hingað heim og ég spældi egg í brauði og við vinkonurnar spjölluðum heillengi saman ;-)
- Á sautjándanum ákvað ég að rifja upp hvernig það er að fara í bæinn á þjóðhátíðardaginn og dró Hrefnu og Ísak með mér. Sá fljótt að ég hef ekki verið að missa af miklu þó ég hafi látið hátíðahöldin fara framhjá mér að mestu undanfarin ár. En það var margt um manninn í bænum og mörg kunnugleg andlit og það er nú aldrei leiðinlegt að hitta vini og kunningja þó í mýflugumynd sé.
- Þann átjánda kom Valur aftur úr veiðinni ásamt bræðrum sínum og bróðursyni. Þegar ég heyrði að von væri á þeim fór ég og keypti brauð og köku í Bakaríinu við brúna og svo hellti Valur upp á sitt eðalkaffi og allir töluðu hver upp í annan - alveg eins og venjulega... Þeir voru náttúrulega frekar glaðir, veiðin hafði gengið vel og allir sáttir við sitt.
- Í dag fór ég í sund og sjúkraþjálfun og reitti arfa í garðinum - áður en ég fór í vinnu klukkan tíu, bara nokkuð gott hjá mér...
- Í dag fórum við Valur líka og horfðum á Ísak og félagar spila á móti Tindastóli. Gestirnir náðu því miður ekki að skora eitt einasta mark en fengu ca. tíu mörk á sig. Það hefði nú verið ólíkt skemmtilegra ef þeir hefðu náð að skora eitthvað, það er erfitt að halda haus þegar leikurinn er svona ójafn.
- Á morgun kemur svo Sigurður systursonur minn og þá verður örugglega kátt í höllinni - þeim frændum finnst nú ekki leiðinlegt að hittast og í þetta sinn ætlar Sigurður að vera hjá okkur í nærri tvær vikur.
- Á morgun fer Sunna í sumarfrí svo ég verð ein með búðina. Finnst ég vera búin að ná þessu svona í grófum dráttum svo vonandi geri ég engar gloríur...
Læt þessari upptalningu hér með lokið, ef einhver er enn að lesa á hann heiður skilinn.
- Ég fór ásamt vinkonu minni á ball í íþróttahöllinni en það er árlegur viðburður á 16. júní að gamlir M.A. stúdentar koma þar saman og endurnýja gömul kynni. Ekki hafði ég nú ætlað út þetta kvöld en dreif mig engu að síður og þetta var bara mjög skemmtilegt. Hitti t.d. konu sem bjó í Tromsö um leið og ég og það var virkilega gaman. Eftir ballið fórum við svo hingað heim og ég spældi egg í brauði og við vinkonurnar spjölluðum heillengi saman ;-)
- Á sautjándanum ákvað ég að rifja upp hvernig það er að fara í bæinn á þjóðhátíðardaginn og dró Hrefnu og Ísak með mér. Sá fljótt að ég hef ekki verið að missa af miklu þó ég hafi látið hátíðahöldin fara framhjá mér að mestu undanfarin ár. En það var margt um manninn í bænum og mörg kunnugleg andlit og það er nú aldrei leiðinlegt að hitta vini og kunningja þó í mýflugumynd sé.
- Þann átjánda kom Valur aftur úr veiðinni ásamt bræðrum sínum og bróðursyni. Þegar ég heyrði að von væri á þeim fór ég og keypti brauð og köku í Bakaríinu við brúna og svo hellti Valur upp á sitt eðalkaffi og allir töluðu hver upp í annan - alveg eins og venjulega... Þeir voru náttúrulega frekar glaðir, veiðin hafði gengið vel og allir sáttir við sitt.
- Í dag fór ég í sund og sjúkraþjálfun og reitti arfa í garðinum - áður en ég fór í vinnu klukkan tíu, bara nokkuð gott hjá mér...
- Í dag fórum við Valur líka og horfðum á Ísak og félagar spila á móti Tindastóli. Gestirnir náðu því miður ekki að skora eitt einasta mark en fengu ca. tíu mörk á sig. Það hefði nú verið ólíkt skemmtilegra ef þeir hefðu náð að skora eitthvað, það er erfitt að halda haus þegar leikurinn er svona ójafn.
- Á morgun kemur svo Sigurður systursonur minn og þá verður örugglega kátt í höllinni - þeim frændum finnst nú ekki leiðinlegt að hittast og í þetta sinn ætlar Sigurður að vera hjá okkur í nærri tvær vikur.
- Á morgun fer Sunna í sumarfrí svo ég verð ein með búðina. Finnst ég vera búin að ná þessu svona í grófum dráttum svo vonandi geri ég engar gloríur...
Læt þessari upptalningu hér með lokið, ef einhver er enn að lesa á hann heiður skilinn.
fimmtudagur, 15. júní 2006
Orðin grasekkja
- ekki í síðasta sinn á þessu sumri - en eiginmaðurinn er farinn í veiði austur í Laxárdal. Þar verður hann ásamt bræðrum sínum og bróðursyni, Birgittu Haukdal og fleiri veiðimönnum fram á sunnudag :-) Ég skutlaði honum austur í dag svo ég gæti haft bílinn á meðan hann er í burtu. Það var bara gaman að skreppa smá rúnt og horfa á íslenskt landslag snemmsumars. Enn vantar mikið upp á að orðið sé almennilega grænt en ferðafólk lætur það ekki á sig fá. Sá slatta af húsbílum, minna af hjólhýsum en engan á reiðhjóli. Við Goðafoss voru nokkrir bílar enda stendur fossinn sá alltaf fyrir sínu.
Nú er bara spurningin hvað ég á af mér að gera meðan eiginmaðurinn er fjarverandi. Reita arfa? Liggja með tærnar upp í loft? Fara í bæinn á 17. júní? Hafa pítsu í matinn þrjá daga í röð? (Andri minn, þetta síðastnefnda var djók - láttu þig dreyma ;-)
Nú er bara spurningin hvað ég á af mér að gera meðan eiginmaðurinn er fjarverandi. Reita arfa? Liggja með tærnar upp í loft? Fara í bæinn á 17. júní? Hafa pítsu í matinn þrjá daga í röð? (Andri minn, þetta síðastnefnda var djók - láttu þig dreyma ;-)
miðvikudagur, 14. júní 2006
Sko mig - vann sigur á letipúkanum
og gekk frá í eldhúsinu, olíubar eldhúsborðið, ryksugaði og sitthvað fleira. Er bara nokkuð ánægð með mig núna!
Letin er harður húsbóndi
eins öfugsnúið og það kannski hljómar. Ég fer ekki að vinna fyrr en klukkan tvö í dag og ætlaði aldeilis að nýta tímann þangað til. Ég þarf t.d. að ryksuga eldhúsið og forstofuna, ganga frá í eldhúsinu, þvo þvott, kaupa blómapotta, skila bókum á bókasafnið og vinna í tölvunni, svo eitthvað sé nefnt.
Það eina sem ég hef afrekað er að fara til sjúkraþjálfara, borða morgunmat og setja í eina þvottavél. Var komin fram í eldhús áðan og ætlaði að vera dugleg - en þar voru Mogginn og Fréttablaðið að þvælast fyrir mér - og auðvitað þurfti ég að fletta blöðunum... Og einhverra hluta vegna endaði ég inni í tölvuherbergi og fór að blogga. Hér sit ég og er alveg að sofna og er svo þung í öllum skrokknum að ég á meira að segja erfitt með að hreyfa fingurna á lyklaborðinu. Held barasta að ég leggi mig í smá stund, hressist vonandi við það!
Það eina sem ég hef afrekað er að fara til sjúkraþjálfara, borða morgunmat og setja í eina þvottavél. Var komin fram í eldhús áðan og ætlaði að vera dugleg - en þar voru Mogginn og Fréttablaðið að þvælast fyrir mér - og auðvitað þurfti ég að fletta blöðunum... Og einhverra hluta vegna endaði ég inni í tölvuherbergi og fór að blogga. Hér sit ég og er alveg að sofna og er svo þung í öllum skrokknum að ég á meira að segja erfitt með að hreyfa fingurna á lyklaborðinu. Held barasta að ég leggi mig í smá stund, hressist vonandi við það!
þriðjudagur, 13. júní 2006
Mullersæfingarnar
standa alltaf fyrir sínu. Það er vaskur hópur morgunhana í Sundlaug Akureyrar sem stundar þessar tímalausu líkamsæfingará hverjum morgni árið um kring, þó útfærslan sé kannski svolítið misjöfn eftir aldri og þreki iðkenda. Eftir að hafa synt sínar ferðir í lauginni safnast þau saman nokkrir karlar og ein kona í grunnum heitapotti og gera æfingarnar óháð veðri eða vindum. Það er eiginlega óborganlegt að fá að vera áhorfandi að þessu ritúali endrum og sinnum. Og það er án efa mun hollara að gera mullersæfingar heldur en liggja eins og slytti í heita pottinum í uppundir hálftíma eins og ég gerði í morgun :-)
sunnudagur, 11. júní 2006
Von er á fyrsta farfuglinum
á þessu sumri í gestaherbergið í Vinaminni í kvöld. Það er alltaf gaman að fá gesti - og þá fæ ég líka ágætis hvatningu til að fara á fullt í tiltekt og þrif. Dagurinn hefur sem sagt farið í svoleiðis æfingar og ekki er allt búið enn.
Föstudagskvöldið var sérlega vel heppnað og ekki spillti fyrir að það birtist óvæntur leynigestur sem var með okkur um kvöldið. Það var ein úr kvennaklúbbnum en hún flutti á mölina í fyrra. Maturinn sem við fengum var fyrsta flokks eins og Friðriks er von og vísa. Þetta var "óvissu" matseðill, fyrst sushi, svo rauðspretta með parmesan-mjólkurfroðu, þá humarsúpa í bolla, kalt ávaxtakrap til að hreinsa bragðlaukana, nautakjöt (sem var alveg hrikalega gott) + lamb og að lokum, þríréttaður eftirréttur; súkkulaðikaka, creme brulé og ítalskur vanilluís. Kokkurinn kemur alltaf og kynnir réttina sem eru framreiddir hverju sinni og setur það skemmtilegan svip á kvöldið. Að loknum matnum sátum við í koníaksstofunni þar til klukkan var að verða hálf tvö en þá fóru sumar heim en þær allra hörðustu skelltu sér á Vélsmiðjuna og dönsuðu fram til klukkan þrjú. Gaman að þessu!
Föstudagskvöldið var sérlega vel heppnað og ekki spillti fyrir að það birtist óvæntur leynigestur sem var með okkur um kvöldið. Það var ein úr kvennaklúbbnum en hún flutti á mölina í fyrra. Maturinn sem við fengum var fyrsta flokks eins og Friðriks er von og vísa. Þetta var "óvissu" matseðill, fyrst sushi, svo rauðspretta með parmesan-mjólkurfroðu, þá humarsúpa í bolla, kalt ávaxtakrap til að hreinsa bragðlaukana, nautakjöt (sem var alveg hrikalega gott) + lamb og að lokum, þríréttaður eftirréttur; súkkulaðikaka, creme brulé og ítalskur vanilluís. Kokkurinn kemur alltaf og kynnir réttina sem eru framreiddir hverju sinni og setur það skemmtilegan svip á kvöldið. Að loknum matnum sátum við í koníaksstofunni þar til klukkan var að verða hálf tvö en þá fóru sumar heim en þær allra hörðustu skelltu sér á Vélsmiðjuna og dönsuðu fram til klukkan þrjú. Gaman að þessu!
föstudagur, 9. júní 2006
Það er ekki hægt að segja að fatakaup
séu í uppáhaldi hjá mér. Líkist ég ekki dæmigerðum kvenmanni hvað það snertir. Eða hvað? Er það ekki bara goðsögn að konum finnist gaman að versla föt? Þegar ég velti því fyrir mér þá þekki ég mun fleiri konur sem finnst það leiðinlegt heldur en hitt. Og ef ég velti málinu enn meira fyrir mér þá flækist það ögn, því mér finnst miklu skemmtilegra að kaupa mér föt þegar ég er á ferðalagi, heldur en heima hjá mér. En núna er ég að fara út að borða í kvöld á Friðriki V. með kvennaklúbbnum mínum til að kveðja eina okkar sem er að flytja suður. Og þar sem sumarleg spariföt eru af skornum skammti í fataskápnum mínum (og spariföt yfirhöfuð) þá neyddist ég til að fara á stúfana og leita að fötum í mínum heimabæ.
Um daginn rakst ég reyndar óvænt á pils sem mér fannst flott og keypti það (Valur fór að kaupa í matinn í Hrísalundi og ég skrapp niður í kjallarann á meðan til að skoða...). Eini gallinn var sá að ég átti enga flík til að vera í að ofan og á meðan þannig var ástatt var notagildi pilsins frekar takmarkað. Því fór ég í leiðangur í morgun í þeim erindagjörðum að leita mér að blússu eða bol sem passar við pilsið. Byrjaði í búðinni þar sem Íslendingum finnst skemmtilegast að versla og kom þaðan út með gallabuxur og bol á yngri soninn en ekkert á sjálfa mig. Var búin að þræða allar búðirnar í miðbænum í gær í sömu erindagjörðum, nema eina, og í hana fór ég í dag. Þar fann ég stutterma blússu sem er voða sæt en það þyrfti helst próf í verkfræði til að geta komist í hana. Tókst það engu að síður og eftir þónokkrar tilfæringar tókst mér að hagræða henni þannig að hún sat nokkurn veginn rétt á skrokknum á mér. Ég var búin að máta þrennar aðrar sem ekki gengu upp, þannig að ég ákvað að taka þessa þrátt fyrir hennar vankanta. Þannig að þá er ég klár í slaginn í kvöld og er það mikill léttir. Vona bara að blússan og pilisið passi saman ;-)
Um daginn rakst ég reyndar óvænt á pils sem mér fannst flott og keypti það (Valur fór að kaupa í matinn í Hrísalundi og ég skrapp niður í kjallarann á meðan til að skoða...). Eini gallinn var sá að ég átti enga flík til að vera í að ofan og á meðan þannig var ástatt var notagildi pilsins frekar takmarkað. Því fór ég í leiðangur í morgun í þeim erindagjörðum að leita mér að blússu eða bol sem passar við pilsið. Byrjaði í búðinni þar sem Íslendingum finnst skemmtilegast að versla og kom þaðan út með gallabuxur og bol á yngri soninn en ekkert á sjálfa mig. Var búin að þræða allar búðirnar í miðbænum í gær í sömu erindagjörðum, nema eina, og í hana fór ég í dag. Þar fann ég stutterma blússu sem er voða sæt en það þyrfti helst próf í verkfræði til að geta komist í hana. Tókst það engu að síður og eftir þónokkrar tilfæringar tókst mér að hagræða henni þannig að hún sat nokkurn veginn rétt á skrokknum á mér. Ég var búin að máta þrennar aðrar sem ekki gengu upp, þannig að ég ákvað að taka þessa þrátt fyrir hennar vankanta. Þannig að þá er ég klár í slaginn í kvöld og er það mikill léttir. Vona bara að blússan og pilisið passi saman ;-)
miðvikudagur, 7. júní 2006
Úr vöndu að ráða
Verkefni dagsins er að fara yfir sjúkra- og upptökupróf í markaðsfræðinni. Sennilega var það ástæðan fyrir því að ég ætlaði aldrei að drattast á lappir í morgun... en það hafðist þó fyrir rest. Fór í sturtu og fékk mér hafragraut í morgunmat. Er samt greinilega komin úr æfingu því ég gleymdi að smyrja mér nesti. Um hádegisbilið byrjuðu garnirnar að gaula og ég fór fram í mötuneyti til að kanna úrvalið. Samanstóð það af tveimur tegundum af samlokum og gúllasi með pakka-kartöflumús og soðnum gulrótum. Nú var úr vöndu að ráða, átti ég að fá mér heilsusamloku sem var úttroðin af papriku (sem ég borða ekki), samloku með hangikjöti og salati (sem samanstóð af majónesi og niðursoðnum grænum baunum + gulrótum) eða gúllasið? Líklega hefur einhver fortíðarþrá ráðið því að ég fékk mér samlokuna með hangikjötinu og salatinu - en það verður örugglega langt þangað til næst. Þetta var ekki gott.
Og eins og glöggir lesendur taka eflaust eftir þá reyni ég að finna flest annað að gera heldur en fara yfir próf - bara verst að það eru ekki fleiri á MSN-inu núna...
Og eins og glöggir lesendur taka eflaust eftir þá reyni ég að finna flest annað að gera heldur en fara yfir próf - bara verst að það eru ekki fleiri á MSN-inu núna...
mánudagur, 5. júní 2006
Ætli ég líkist ekki mest einfættum sjóræningja
þegar ég er að synda og er bara með blöðku á öðrum fætinum? Þegar rúm vika var liðin frá því hnéskelin á mér fór á flakk gat ég ekki haldið mig frá sundlauginni lengur og ákvað að gera tilraun til að synda. Bringusund kom ekki til greina því það krefst þess að beygja hnén, en ég hélt kannski að ég gæti synt skriðsund. Komst fljótt að því að það var ekki hægt, a.m.k. ekki með vinstri fætinum. Og þó ég héldi fætinum alveg kyrrum en væri með blöðkur þá tók það líka of mikið í hnéð. Eina ráðið til að synda skriðsund var með því að vera með blöðku á hægri fæti og halda vinstri fæti beinum í vatninu. Og það er einmitt það sem ég geri. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi...
sunnudagur, 4. júní 2006
Magnaða moppuskaftið
Ég var einhvern tímann búin að segja frá því hér á síðunni að ég ætlaði að taka mér frí í sumar og slappa af. Mér tókst víst ekki alveg að standa við þá fyrirætlan mína. Sunnu vinkonu minni, sem rekur verslunina Daggir hér í bæ, tókst að plata mig til að vinna með sér hluta af sumrinu. Hún þarf líka að komast í sumarfrí og vantaði manneskju til að leysa sig af. Ég hlýt að vera að breytast í einhvern vinnualka því ég sagði já ;-) Byrjaði í síðustu viku og finnst bara mjög skemmtilegt í nýju vinnunni. Ég hef gaman af því að umgangast fólk og hingað til hefur ekki komið einn einasti fúll viðskiptavinur.
Það sem mér finnst samt erfiðast svona í byrjun er að læra á alla hlutina sem eru til sölu í búðinni. Ég þoli nefnilega ekki sjálf að koma í búðir þar sem afgreiðslufólkið veit ekkert í sinn haus um vörurnar sem það er að selja - og vil helst ekki vera þannig sjálf. Nema hvað, Sunnu fannst þá upplagt að ég prófaði sumar vörurnar sjálf heima þannig að ég gæti tjáð mig meira um þær. Það er ástæðan fyrir því að ég var að skúra gólfið hjá mér áðan þó það hefði verið gert í vikunni. Þrátt fyrir moppuvæðingu landsmanna hafði ég enn verið að skúra með gólftusku og vatni í fötu - en ég er sko pottþétt hætt því núna. Engin fata lengur, maður hellir bara vatni og sápu í moppuskaftið og með því að ýta ofan á skaftið sprautast vatn út úr því neðan til, fyrir framan moppuna - og svo moppar maður lauflétt yfir gólfið. Ekkert að beygja sig, ekkert að vinda tuskuna... þetta er bara snilld!
Það sem mér finnst samt erfiðast svona í byrjun er að læra á alla hlutina sem eru til sölu í búðinni. Ég þoli nefnilega ekki sjálf að koma í búðir þar sem afgreiðslufólkið veit ekkert í sinn haus um vörurnar sem það er að selja - og vil helst ekki vera þannig sjálf. Nema hvað, Sunnu fannst þá upplagt að ég prófaði sumar vörurnar sjálf heima þannig að ég gæti tjáð mig meira um þær. Það er ástæðan fyrir því að ég var að skúra gólfið hjá mér áðan þó það hefði verið gert í vikunni. Þrátt fyrir moppuvæðingu landsmanna hafði ég enn verið að skúra með gólftusku og vatni í fötu - en ég er sko pottþétt hætt því núna. Engin fata lengur, maður hellir bara vatni og sápu í moppuskaftið og með því að ýta ofan á skaftið sprautast vatn út úr því neðan til, fyrir framan moppuna - og svo moppar maður lauflétt yfir gólfið. Ekkert að beygja sig, ekkert að vinda tuskuna... þetta er bara snilld!
laugardagur, 3. júní 2006
Allt er þegar þrennt er ?
Þessi fyrirsögn er fengin úr smiðju dóttur minnar. Um daginn, þegar ég var búin að meiða mig í hnénu og Andri búinn að fá botnlangabólgu, sagðist ég vonast til þess að þetta væri búið núna, að málshátturinn "allt er þegar þrennt er" ætti ekki við í þessu tilviki. Þá sagðist Hrefna hafa hugsað með sér að eitthvað ætti enn eftir að koma fyrir, þetta væri örugglega ekki búið. Nú er það komið á daginn að hún hafði rétt fyrir sér. Hjartsláttartruflanirnar sem voru að hrjá hana á svipuðum tíma í fyrra, eru aftur farnar að láta á sér kræla. Hún var með mælitæki á sér í einn sólarhring til að fylgjast með hjartslættinum og fór hann allt upp í 280 slög á mínútu. Hjartalæknirinn hana aftur á lyf og eftir samráð við sérfræðing fyrir sunnan vilja þeir að hún fari aftur í hjartaþræðingu, helst sem fyrst. Það gekk nú ekki sérlega vel í fyrra, svo mín er ekki ýkja glöð yfir þessu öllu saman eins og skiljanlegt er.
Þetta blogg er að breytast í allsherjar veikindablogg - vonandi kemur bráðum betri tíð með blóm í haga :-)
Þetta blogg er að breytast í allsherjar veikindablogg - vonandi kemur bráðum betri tíð með blóm í haga :-)
föstudagur, 2. júní 2006
Áfanga náð
Jæja, þá er eldri sonurinn loks útskrifaður úr grunnskóla - og stefnir á MA í haust.. Hann tók sig svo vel út í gær, í sparifötunum og með rauða rós í barminum, að ég stenst ekki mátið að birta þessa mynd af honum hér :-)
fimmtudagur, 1. júní 2006
Það sem fólki dettur í hug
Við eigum heima nálægt verslunar- og þjónustumiðstöð sem heitir Kaupangur. Þar eru m.a. matvöruverslun, blómabúð, hárgreiðslustofa, tannlæknir, dýralæknir og fleira. Frá því ég man eftir mér hefur líka verið Shell bensínstöð þarna en s.l. haust hætti hún og Orkan kom í staðinn. Húsið sem hýsti bensínsöluna hefur staðið autt síðan þá en einhvern orðróm hef ég heyrt um að Jón Sprettur (sem er pítsu "take-away") eigi að koma þarna. Undanfarið hefur greinilega eitthvað verið að gerast, verið að vinna innandyra og í gær mætti grafa á svæðið. Grafan hefur verið notuð til að rífa upp malbikið næst húsinu og því datt okkur í hug að meiningin væri að stækka við húsið. Nú er ég sem sagt loks að komast að efninu:
Þegar ég var á leið heim úr 10-11 fyrr í dag ók ég fram hjá gröfunni þar sem hún stóð á planinu við (fyrrum) bensínstöðina. Ég sá að gröfumaðurinn stóð þétt upp við vinnuvélina og var að horfa undarlega laumulega í kringum sig. Skimaði í allar áttir - en aðeins höfuðið snérist, búkurinn var kyrr. Ég varð auðvitað forvitin og fór að horfa betur á hann, hvað í ósköpunum var hann að gera sem enginn mátti sjá? Jú, blessaður drengurinn var að kasta af sér þvagi. Á miðju bílaplani, í miðjum bæ, stóð hann og pissaði utan í eitt dekk gröfunnar. Honum hlýtur aldeilis að hafa orðið brátt...
Þegar ég var á leið heim úr 10-11 fyrr í dag ók ég fram hjá gröfunni þar sem hún stóð á planinu við (fyrrum) bensínstöðina. Ég sá að gröfumaðurinn stóð þétt upp við vinnuvélina og var að horfa undarlega laumulega í kringum sig. Skimaði í allar áttir - en aðeins höfuðið snérist, búkurinn var kyrr. Ég varð auðvitað forvitin og fór að horfa betur á hann, hvað í ósköpunum var hann að gera sem enginn mátti sjá? Jú, blessaður drengurinn var að kasta af sér þvagi. Á miðju bílaplani, í miðjum bæ, stóð hann og pissaði utan í eitt dekk gröfunnar. Honum hlýtur aldeilis að hafa orðið brátt...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)