Ég fór út með stafla af Hús og híbýli blöðum og var að skoða baðherbergi. Það er smá mál að ákveða hvernig þetta á að vera allt saman (þ.e.a.s. mér finnst það mál, ekki Val) - en liggur kannski ekki lífið á því við erum ekki búin að fá neinn múrara ennþá og mér skilst að það sé eins og að finna nál í heystakki, svo uppteknir séu þeir þessa dagana. Hrefna kom í heimsókn því hún vissi að við áttum afgang af köku frá kvöldinu áður og við sátum heillengi úti í sólinni og nutum góða veðursins.
Annars kemst ég eiginlega ekki hjá því að nefna heimsóknina sem við fengum á sjálfan þjóðhátíðardaginn þegar Ærir og frú komu í skyndiheimsókn ársins. Þau komu þegar klukkan nálgaðist hálf sex en það hittist svo illa á að við áttum von á Hrefnu og Ella í mat kl. sex og kl. átta ætluðu Valur og Ísak að sjá Batman í bíó og búið var að kaupa miðana. Þannig að lítið svigrúm gafst til að endurnýja gömul kynni í þetta sinn. Vonandi verða þau á ferðinni hér norðanlands fljótlega aftur svo hægt verði að bæta þeim þetta upp ;-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli