sunnudagur, 26. júní 2005

Loksins er ég búin að þrífa eldhúsinnréttinguna

eftir að hafa haft það á "að gera" listanum mínum í einhverja mánuði. Tók hvert einasta snitti út úr skápunum, þreif og þurrkaði og raðaði svo aftur inn. Hm, þetta er reyndar ekki alveg rétt hjá mér, allir hlutirnir fengu ekki að fara aftur inn í skáp heldur standa einhverjir þeirra núna á eldhúsbekknum og gera það að verkum að eldhúsið er allt í drasli. Ég ákvað nefnilega að taka ýmislegt dót úr umferð sem hefur ekki verið notað síðustu 10 árin eða svo. Nú er bara stóra spurningin, hvað á ég að gera við það?

Engin ummæli: