Nýja vinnan fer vel af stað, ég kem til með að fá fjölbreytt verkefni og er mjög ánægð með það. Fyrsta verkefnið er að þýða heimasíðuna yfir á ensku og er ég komin á fullt í það. Fór reyndar að "laga til" inni á vefnum, skipuleggja innihaldið og raða í möppur með þeim árangri að síðan liggur meira og minna niðri núna. Hélt að FrontPage virkaði eins og Dreamweaver og myndi uppfæra alla tengla sjálfvirkt eftir breytingar - en komst að því að svo var ekki (eða að ég kann ekki nógu vel á forritið sem er kannski líklegri skýring) - veit þá allavega hvað bíður mín á morgun...
Annars vorum við Bryndís að gera ársreikning fyrir Innan handar í gærkvöldi svo við gætum skilað skattskýrslunni fyrir miðnættið. Það var eitthvað sem ekki stemmdi og tók óratíma að finna sökudólginn, en við náðum að skila skýrslunni kl. 23.40 þannig að þetta slapp allt saman ;-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli