fimmtudagur, 9. júní 2005

Mikið sem það er gaman

þegar gróðurinn vaknar til lífsins. Tré og runnar lifna við og blómin byrjuð að blómstra. Í svona hita eins og hefur verið í dag liggur við að maður sjái grasið gróa... Hm, minnir mig á það að ég er ekki ennþá búin að kaupa sumarblóm, þetta er náttúrulega algjört kæruleysi.

Andri er komin á fullt í unglingavinnunni og líkar misvel við flokksstjórana eins og við er að búast. Er samt bara nokkuð sáttur við þetta allt saman. Ísak er sömuleiðis kominn á fullt í fótboltanum og er nýbyrjaður frjálsum íþróttum (Anna mín það hlýtur að gleðja gamla frjálsíþróttakonu að heyra það).

Mamma er komin heim af sjúkrahúsinu og er á batavegi. Ég ætla nú samt að keyra suður á morgun og heimsækja hana, það verður þá bara smá húsmæðraorlof í leiðinni... En það verður a.m.k. ekki bloggað næstu daga svo hafið það bara gott öll sömul á meðan ;-)

Engin ummæli: