Já, mér skilst að snúða með súkkulaði sé ekki hægt að fá í Noregi. Sigurður er vitlaus í svona snúða og er þetta þriðji dagurinn í röð sem ég kaupi snúða handa strákunum. Hann kemur örugglega vannærður aftur til mömmu sinnar...
fimmtudagur, 30. júní 2005
Snúðarnir standa alltaf fyrir sínu
Já, mér skilst að snúða með súkkulaði sé ekki hægt að fá í Noregi. Sigurður er vitlaus í svona snúða og er þetta þriðji dagurinn í röð sem ég kaupi snúða handa strákunum. Hann kemur örugglega vannærður aftur til mömmu sinnar...
þriðjudagur, 28. júní 2005
Mæli ekki með því
að byrja daginn á að liggja í heitum potti í tæpa tvo tíma, a.m.k. ekki ef ætlunin er að gera eitthvað meira þann daginn. Ég fór sem sagt í sund með Ísak og Sigurð í morgun og þeim fannst svo rosalega gaman að ég ætlaði aldrei að ná þeim uppúr. Byrjaði sem betur fer á því að synda mínar 20 ferðir því ég hefði aldrei nennt því eftir að hafa legið í heita pottinum. Sólin var líka svo vingjarnleg að kíkja fram úr skýjunum einmitt á þeim tíma sem við vorum í sundi og það var nú ekki verra.
Hef annars verið í símasambandi við verslun í Reykjavík sem selur gamaldags baðinnréttingar en í ljós kom að þeir eru að hætta með þetta merki og því var 25% afsláttur á þeim (alveg nógu dýrt samt...). En svo gefa þeir auka afslátt ef maður kaupir bað + wc hjá þeim líka - eini gallinn er sá að mér finnst nógu erfitt að velja baðinnréttingu í gegnum símann en ég held að það sé bara ekki hægt að velja klósett óséð ;-)
Hef annars verið í símasambandi við verslun í Reykjavík sem selur gamaldags baðinnréttingar en í ljós kom að þeir eru að hætta með þetta merki og því var 25% afsláttur á þeim (alveg nógu dýrt samt...). En svo gefa þeir auka afslátt ef maður kaupir bað + wc hjá þeim líka - eini gallinn er sá að mér finnst nógu erfitt að velja baðinnréttingu í gegnum símann en ég held að það sé bara ekki hægt að velja klósett óséð ;-)
mánudagur, 27. júní 2005
Frændur skylmast
Já þeim leiðist ekki frændunum, Ísak og Sigurði. Og ekki spillir góða veðrið fyrir, 18 stiga hiti í dag þegar Sigurður var sóttur á flugvöllinn. Á morgun er stefnan svo tekin á sundlaugina og vonandi heldur þetta blíðskaparveður áfram.
P.S. Ég var eitthvað að hamast í fókusnum á myndavélinni (sem er auðvitað sjálfvirkur en ég ruglaðist aðeins, fannst ég vera með "eldgömlu" myndavélina mína í höndunum). Afleiðingin er sú að Ísak minn er ekki alveg í fókus - það gengur bara betur næst!
sunnudagur, 26. júní 2005
Loksins er ég búin að þrífa eldhúsinnréttinguna
eftir að hafa haft það á "að gera" listanum mínum í einhverja mánuði. Tók hvert einasta snitti út úr skápunum, þreif og þurrkaði og raðaði svo aftur inn. Hm, þetta er reyndar ekki alveg rétt hjá mér, allir hlutirnir fengu ekki að fara aftur inn í skáp heldur standa einhverjir þeirra núna á eldhúsbekknum og gera það að verkum að eldhúsið er allt í drasli. Ég ákvað nefnilega að taka ýmislegt dót úr umferð sem hefur ekki verið notað síðustu 10 árin eða svo. Nú er bara stóra spurningin, hvað á ég að gera við það?
Á morgun kemur Sigurður
sonur Önnu systur í heimsókn. Hann kemur aðallega til að heimsækja Ísak en það eru 1 ár og 4 mánuðir á milli þeirra í aldri, þ.e.a.s. Sigurður er eldri en Ísak. En þeim frændunum kemur svona líka vel saman og er um að gera að reyna að viðhalda tengslunum. Eina vandamálið er hversu langt er á milli þeirra - en Sigurður býr jú í Noregi. Þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur einn til Íslands og verður spennandi að sjá hvernig það gengur. Við hlökkum a.m.k. mikið til að fá hann í heimsókn ;-)
laugardagur, 25. júní 2005
Valur
Ég skil ekki hvað hefur gerst,
allt í einu er bara eitt línubil í textanum á síðunni - en ég var ekki að fikta neitt í uppsetningunni - og það sem verra er, kann ekki að laga það.
fimmtudagur, 23. júní 2005
Ef það er ekki kominn tími til að blogga
þá veit ég ekki hvað... Hef verið svo steikt í höfðinu undanfarið eftir að horfa á tölvuskjá í 6-8 tíma á dag að ég hef ekki verið í stuði til að setjast fyrir framan tölvuna þegar heim kom.
Ísak er kominn til Vestmannaeyja þar sem hann er "gulur og glaður" með hinum KA strákunum. Liðið hans er búið að spila tvo leiki og gerðu þeir jafntefli í þeim fyrri en unnu þann seinni. Það er gott fyrir okkur sem heima sitjum að geta fylgst með mótinu á heimasíðunni. Mér tókst að merkja allan hans farangur (meira að segja nærbuxurnar líka) áður en hann fór og var bara nokkuð ánægð með sjálfa mig. Sérstaklega þegar ég áttaði mig á því að merkimiðarnir með nafninu hans (sem ég keypti þegar hann byrjaði á leikskóla en notaði aldrei) voru ekki til að sauma í, heldur var lím neðan á þeim og hægt að festa með straujárni.
Sem var reyndar bæði gott og slæmt og töpuðust einir fótboltasokkar vegna þess. Þannig var að ég hafði merkt eitt par af sokkum og datt þá í hug að það væri nauðsynlegt fyrir hann að eiga sokka til skiptanna, t.d. ef það mmyndi rigna. Ég dreif mig þess vegna og keypti annað sokkapar - sem reyndar leit ekki alveg eins út og hinir sokkarnir en voru samt KA sokkar. Jæja, fer heim með þá og ætla að merkja þá í hvelli, skelli straujárninu á (hafði sem betur fer bökunarpappír á milli) og viti menn sokkarnir bara bráðnuðu fyrir framan augun á mér og breyttust í plastklump (þ.e.a.s. sá hluti sem lenti undir straujárninu). Þvílíkt drasl! Ég mátti gjöra svo vel að fara aðra ferð í búðina, kaupa nýtt par af sokkum og merkja þá með tússpenna (svona eins og Sunna benti mér á ;-) Já, svona fór um sjóferð þá.
Ísak er kominn til Vestmannaeyja þar sem hann er "gulur og glaður" með hinum KA strákunum. Liðið hans er búið að spila tvo leiki og gerðu þeir jafntefli í þeim fyrri en unnu þann seinni. Það er gott fyrir okkur sem heima sitjum að geta fylgst með mótinu á heimasíðunni. Mér tókst að merkja allan hans farangur (meira að segja nærbuxurnar líka) áður en hann fór og var bara nokkuð ánægð með sjálfa mig. Sérstaklega þegar ég áttaði mig á því að merkimiðarnir með nafninu hans (sem ég keypti þegar hann byrjaði á leikskóla en notaði aldrei) voru ekki til að sauma í, heldur var lím neðan á þeim og hægt að festa með straujárni.
Sem var reyndar bæði gott og slæmt og töpuðust einir fótboltasokkar vegna þess. Þannig var að ég hafði merkt eitt par af sokkum og datt þá í hug að það væri nauðsynlegt fyrir hann að eiga sokka til skiptanna, t.d. ef það mmyndi rigna. Ég dreif mig þess vegna og keypti annað sokkapar - sem reyndar leit ekki alveg eins út og hinir sokkarnir en voru samt KA sokkar. Jæja, fer heim með þá og ætla að merkja þá í hvelli, skelli straujárninu á (hafði sem betur fer bökunarpappír á milli) og viti menn sokkarnir bara bráðnuðu fyrir framan augun á mér og breyttust í plastklump (þ.e.a.s. sá hluti sem lenti undir straujárninu). Þvílíkt drasl! Ég mátti gjöra svo vel að fara aðra ferð í búðina, kaupa nýtt par af sokkum og merkja þá með tússpenna (svona eins og Sunna benti mér á ;-) Já, svona fór um sjóferð þá.
sunnudagur, 19. júní 2005
Við fengum hálfan sólardag
í gær og hann var nýttur til hins ýtrasta. Það hitti svo skemmtilega á að við Valur höfðum verið í leiðangri að skoða klósett, baðker, flísar o.s.frv. og enduðum í Byko á Glerártorgi. Þá laumaði ég því að honum hvort við ættum að kíkja á sólstóla í Rúmfatalagernum úr því við værum á svæðinu og hann lét til leiðast. Við keyptum sem sagt tvo forláta sólstóla úr tekki og það stóð á endum að þegar við komum út úr búðinni þá var sólin farin að skína :O) svo við brunuðum beint heim og út í garð.
Ég fór út með stafla af Hús og híbýli blöðum og var að skoða baðherbergi. Það er smá mál að ákveða hvernig þetta á að vera allt saman (þ.e.a.s. mér finnst það mál, ekki Val) - en liggur kannski ekki lífið á því við erum ekki búin að fá neinn múrara ennþá og mér skilst að það sé eins og að finna nál í heystakki, svo uppteknir séu þeir þessa dagana. Hrefna kom í heimsókn því hún vissi að við áttum afgang af köku frá kvöldinu áður og við sátum heillengi úti í sólinni og nutum góða veðursins.
Annars kemst ég eiginlega ekki hjá því að nefna heimsóknina sem við fengum á sjálfan þjóðhátíðardaginn þegar Ærir og frú komu í skyndiheimsókn ársins. Þau komu þegar klukkan nálgaðist hálf sex en það hittist svo illa á að við áttum von á Hrefnu og Ella í mat kl. sex og kl. átta ætluðu Valur og Ísak að sjá Batman í bíó og búið var að kaupa miðana. Þannig að lítið svigrúm gafst til að endurnýja gömul kynni í þetta sinn. Vonandi verða þau á ferðinni hér norðanlands fljótlega aftur svo hægt verði að bæta þeim þetta upp ;-)
Ég fór út með stafla af Hús og híbýli blöðum og var að skoða baðherbergi. Það er smá mál að ákveða hvernig þetta á að vera allt saman (þ.e.a.s. mér finnst það mál, ekki Val) - en liggur kannski ekki lífið á því við erum ekki búin að fá neinn múrara ennþá og mér skilst að það sé eins og að finna nál í heystakki, svo uppteknir séu þeir þessa dagana. Hrefna kom í heimsókn því hún vissi að við áttum afgang af köku frá kvöldinu áður og við sátum heillengi úti í sólinni og nutum góða veðursins.
Annars kemst ég eiginlega ekki hjá því að nefna heimsóknina sem við fengum á sjálfan þjóðhátíðardaginn þegar Ærir og frú komu í skyndiheimsókn ársins. Þau komu þegar klukkan nálgaðist hálf sex en það hittist svo illa á að við áttum von á Hrefnu og Ella í mat kl. sex og kl. átta ætluðu Valur og Ísak að sjá Batman í bíó og búið var að kaupa miðana. Þannig að lítið svigrúm gafst til að endurnýja gömul kynni í þetta sinn. Vonandi verða þau á ferðinni hér norðanlands fljótlega aftur svo hægt verði að bæta þeim þetta upp ;-)
miðvikudagur, 15. júní 2005
Mér sýnist
að ég þurfi að syngja lagið "ein ég sit og sauma" næstu daga. Ekki veitir mér a.m.k. af því að byrja að merkja fatnaðinn hans Ísaks fyrir Vestmannaeyjaferðina - en eins og segir í bréfi til foreldra þá skal allur fatnaður vera merktur. Og ég held barasta að ekki ein einasta flík í hans eigu sé merkt, þannig að mér er ekki til setunnar boðið...
Kuldaboli hefur gert sig heimakominn á Norðurlandi undanfarið og verður að segjast að það er ansi hráslagalegt að fara út á morgnana. Mér varð hugsað til hennar Gullu sem er á Hvammstanga (ja, nema hún sé komin heim) því þar getur nú norðanáttin verið býsna nöpur, að minnsta kosti á tjaldstæðinu, það prófuðum við "á eigin skrokki" fyrir nokkrum árum síðan ;-)
Kuldaboli hefur gert sig heimakominn á Norðurlandi undanfarið og verður að segjast að það er ansi hráslagalegt að fara út á morgnana. Mér varð hugsað til hennar Gullu sem er á Hvammstanga (ja, nema hún sé komin heim) því þar getur nú norðanáttin verið býsna nöpur, að minnsta kosti á tjaldstæðinu, það prófuðum við "á eigin skrokki" fyrir nokkrum árum síðan ;-)
þriðjudagur, 14. júní 2005
Las Grafarþögn
á einu bretti í gærkvöldi. Veit ekki hvers vegna ég þarf alltaf að gleypa bækur svona í einum munnbita - líður ekkert vel á eftir. Finnst ég hálf innantóm eitthvað þrátt fyrir að bókin hafi verið góð. En svona er þetta bara - get einhvern veginn aldrei lesið skáldsögur öðruvísi en í einum rykk.
Hef verið grasekkja í einn og hálfan sólarhring þar sem Valur er í veiði. Hér hefur ríkt mikið afslappelsi í matargerðinni á meðan, í gær voru pylsur sem við Andri hjálpuðumst að við að grilla og í dag... já, í dag bað Andri um að fá Subway og varð að ósk sinni. Hann lét sig meira að segja hafa það að hjóla niður í bæ eftir kafbátunum - það er mikið á sig lagt ;-)
En nú er ég að fara á fund í KA vegna fyrirhugaðrar ferðar Ísaks og félaga á fótboltamót í Vestmannaeyjum. Best að taka með sér blað og penna, treysti ekki á alzheimer-light heilann minn.
Hef verið grasekkja í einn og hálfan sólarhring þar sem Valur er í veiði. Hér hefur ríkt mikið afslappelsi í matargerðinni á meðan, í gær voru pylsur sem við Andri hjálpuðumst að við að grilla og í dag... já, í dag bað Andri um að fá Subway og varð að ósk sinni. Hann lét sig meira að segja hafa það að hjóla niður í bæ eftir kafbátunum - það er mikið á sig lagt ;-)
En nú er ég að fara á fund í KA vegna fyrirhugaðrar ferðar Ísaks og félaga á fótboltamót í Vestmannaeyjum. Best að taka með sér blað og penna, treysti ekki á alzheimer-light heilann minn.
mánudagur, 13. júní 2005
Suðurferðin gekk vel
og ég held bara að mamma hafi verið glöð að sjá mig... Hún er sem betur fer öll að koma til eftir veikindin en þó var hún ósköp föl á vanga ennþá. Þau Ásgrímur eru komin með internettengingu og sátum við mæðgur saman dágóða stund við að læra á póstforritið. Það er gaman að þau skuli hafa áhuga á að tæknivæðast þrátt fyrir að vera undir (mamma) og yfir (Ásgrímur) áttræðu. Eini gallinn er sá að það vill fljótt gleymast sem ekki er æft, svo ég skrifaði niður leiðbeiningar eins skilmerkilega og ég gat, hvernig á að senda póst, hvernig á að senda póst með viðhengi - og svona í framhjáhlaupi, hvernig á að leita að upplýsingum á netinu.
Á heimleið á sunnudeginum kom ég "aðeins" við í Smáralindinni og gekk þar vasklega til verks. Stikaði um verslunina og greip með mér allar þær flíkur sem vöktu áhuga minn og svo var mátað þar til svitinn bogaði af mér. Enda uppskar ég árangur erfiðis míns, keypti mér sumarlega blússu, e-s konar vesti, hvítar buxur, gallabuxur og gallajakka.Fannst ég hafa verið rosalega dugleg, nú þarf ég ekki að klóra mér alveg jafn mikið í höfðinu þegar ég er að klæða mig á morgnana ;-) Og svo var brunað norður í faðm eiginmannsins sem hafði ekki setið iðjulaus meðan ég var í burtu frekar en fyrri daginn. Búinn að kaupa sumarblóm - og planta þeim! Ég sem var búin að tala um að gera það í hálfan mánuð eða svo, án þess að af yrði. Hm, en engu að síður vantar ennþá blóm í potta og ker til að lífga meira uppá umhverfið, þannig að ef einhver hefur haldið að ég sé orðin algjörlega óþörf á heimilinu þá er það nú ekki alveg rétt ;-)
Á heimleið á sunnudeginum kom ég "aðeins" við í Smáralindinni og gekk þar vasklega til verks. Stikaði um verslunina og greip með mér allar þær flíkur sem vöktu áhuga minn og svo var mátað þar til svitinn bogaði af mér. Enda uppskar ég árangur erfiðis míns, keypti mér sumarlega blússu, e-s konar vesti, hvítar buxur, gallabuxur og gallajakka.Fannst ég hafa verið rosalega dugleg, nú þarf ég ekki að klóra mér alveg jafn mikið í höfðinu þegar ég er að klæða mig á morgnana ;-) Og svo var brunað norður í faðm eiginmannsins sem hafði ekki setið iðjulaus meðan ég var í burtu frekar en fyrri daginn. Búinn að kaupa sumarblóm - og planta þeim! Ég sem var búin að tala um að gera það í hálfan mánuð eða svo, án þess að af yrði. Hm, en engu að síður vantar ennþá blóm í potta og ker til að lífga meira uppá umhverfið, þannig að ef einhver hefur haldið að ég sé orðin algjörlega óþörf á heimilinu þá er það nú ekki alveg rétt ;-)
fimmtudagur, 9. júní 2005
Mikið sem það er gaman
þegar gróðurinn vaknar til lífsins. Tré og runnar lifna við og blómin byrjuð að blómstra. Í svona hita eins og hefur verið í dag liggur við að maður sjái grasið gróa... Hm, minnir mig á það að ég er ekki ennþá búin að kaupa sumarblóm, þetta er náttúrulega algjört kæruleysi.
Andri er komin á fullt í unglingavinnunni og líkar misvel við flokksstjórana eins og við er að búast. Er samt bara nokkuð sáttur við þetta allt saman. Ísak er sömuleiðis kominn á fullt í fótboltanum og er nýbyrjaður frjálsum íþróttum (Anna mín það hlýtur að gleðja gamla frjálsíþróttakonu að heyra það).
Mamma er komin heim af sjúkrahúsinu og er á batavegi. Ég ætla nú samt að keyra suður á morgun og heimsækja hana, það verður þá bara smá húsmæðraorlof í leiðinni... En það verður a.m.k. ekki bloggað næstu daga svo hafið það bara gott öll sömul á meðan ;-)
Andri er komin á fullt í unglingavinnunni og líkar misvel við flokksstjórana eins og við er að búast. Er samt bara nokkuð sáttur við þetta allt saman. Ísak er sömuleiðis kominn á fullt í fótboltanum og er nýbyrjaður frjálsum íþróttum (Anna mín það hlýtur að gleðja gamla frjálsíþróttakonu að heyra það).
Mamma er komin heim af sjúkrahúsinu og er á batavegi. Ég ætla nú samt að keyra suður á morgun og heimsækja hana, það verður þá bara smá húsmæðraorlof í leiðinni... En það verður a.m.k. ekki bloggað næstu daga svo hafið það bara gott öll sömul á meðan ;-)
miðvikudagur, 8. júní 2005
Var orðin eins og stóll í laginu í gær
eftir að hafa setið á rassinum frá átta um morguninn og fram að miðnætti. Fyrst í vinnunni frá átta til þrjú og svo var ég að fara yfir próf frá fjögur til hálf tólf. Það gladdi mitt auma kennarahjarta að ég virðist ekki þurfa að fella neinn í þetta sinn ;-)
Er annars að spá í að skella mér suður um helgina og heimsækja mömmu sem er komin á sjúkrahús. Fyrst var hún með lungnabólgu og var búin að vera fárveik í nærri tvær vikur en svo hresstist hún ekki nóg, var með einhverja kviðverki og hita, þannig að þeir (læknarnir) vildu rannsaka hana frekar. Vonandi að þeir finni út úr þessu sem fyrst!
Er annars að spá í að skella mér suður um helgina og heimsækja mömmu sem er komin á sjúkrahús. Fyrst var hún með lungnabólgu og var búin að vera fárveik í nærri tvær vikur en svo hresstist hún ekki nóg, var með einhverja kviðverki og hita, þannig að þeir (læknarnir) vildu rannsaka hana frekar. Vonandi að þeir finni út úr þessu sem fyrst!
sunnudagur, 5. júní 2005
Máni í sólbaði
Kettirnir njóta þess að vera úti þegar sólin skín og til að lífga aðeins upp á síðuna set ég hérna inn mynd af Mána í sólbaði. NB! Það var Valur sem tók myndina, að því er ég held á nýju myndavélina hans Kidda..
Það eina
sem ég hafði ætlað mér að gera um helgina - en gerði ekki - var að kaupa sumarblóm og reyna að skreyta svolítið í kringum húsið. Hm, frekar lítil afköst! Á föstudagskvöldið fór ég til Unnar vinkonu minnar og hún bauð mér upp á hvítvín og ferskan ananas (sem passaði bara ótrúlega vel saman) á meðan við sátum við eldhúsborðið og spjölluðum saman í rólegheitum. Var meira að segja komin heim um ellefuleytið svo þetta var nú ekki mikið útstáelsi. Í gærkvöldi vorum við svo boðin í mat til Sunnu og Kidda (takk kærlega fyrir okkur, þetta var virkilega góður matur ;-) þannig að þetta er búin að vera fín helgi hvað góðan félagsskap snertir. Í morgun fórum við Valur svo út að ganga í Krossanesborgir en þar er mikið fuglalíf og gaman að ganga um í góða veðrinu. Að öðru leyti fór helgin í að þvo þvotta, liggja í sólbaði, lesa bók, hanga á netinu... need I say more?
fimmtudagur, 2. júní 2005
Mikið ofboðslega var ég heppin
í dag þegar ég hafði samband við Gagnasmiðjuna í HA og fékk alveg frábæra aðstoð hjá honum Jóa sem er að vinna þar í sumar. Hann kenndi mér t.d. mun einfaldari leið við að gera ensku heimasíðuna - ég hafði greinilega ætlað að fara algjöra fjallabaksleið...- og aðstoðaði mig við fleira. Það er alveg sérstaklega ánægjulegt að fá þjónustu hjá fólki sem er bæði almennilegt og kann sitt fag ;-) Eitthvað fannst mér hann Jói kunnuglegur og datt í hug að hann gæti verið sonur Eyglóar sem einu sinni vann í Gagnasmiðjunni (og bróðir Gullu) en þorði ekki að spyrja hann að því, ef ég hefði nú rangt fyrir mér. En hann bjargaði a.m.k. alveg deginum hjá mér!
miðvikudagur, 1. júní 2005
Jamm og jæja
tíminn flýgur áfram, kominn júní og strákarnir að komast í sumarfrí. Það verður hins vegar einhver bið á því að við foreldrarnir förum í frí, eða ekki fyrr en í ágúst.
Nýja vinnan fer vel af stað, ég kem til með að fá fjölbreytt verkefni og er mjög ánægð með það. Fyrsta verkefnið er að þýða heimasíðuna yfir á ensku og er ég komin á fullt í það. Fór reyndar að "laga til" inni á vefnum, skipuleggja innihaldið og raða í möppur með þeim árangri að síðan liggur meira og minna niðri núna. Hélt að FrontPage virkaði eins og Dreamweaver og myndi uppfæra alla tengla sjálfvirkt eftir breytingar - en komst að því að svo var ekki (eða að ég kann ekki nógu vel á forritið sem er kannski líklegri skýring) - veit þá allavega hvað bíður mín á morgun...
Annars vorum við Bryndís að gera ársreikning fyrir Innan handar í gærkvöldi svo við gætum skilað skattskýrslunni fyrir miðnættið. Það var eitthvað sem ekki stemmdi og tók óratíma að finna sökudólginn, en við náðum að skila skýrslunni kl. 23.40 þannig að þetta slapp allt saman ;-)
Nýja vinnan fer vel af stað, ég kem til með að fá fjölbreytt verkefni og er mjög ánægð með það. Fyrsta verkefnið er að þýða heimasíðuna yfir á ensku og er ég komin á fullt í það. Fór reyndar að "laga til" inni á vefnum, skipuleggja innihaldið og raða í möppur með þeim árangri að síðan liggur meira og minna niðri núna. Hélt að FrontPage virkaði eins og Dreamweaver og myndi uppfæra alla tengla sjálfvirkt eftir breytingar - en komst að því að svo var ekki (eða að ég kann ekki nógu vel á forritið sem er kannski líklegri skýring) - veit þá allavega hvað bíður mín á morgun...
Annars vorum við Bryndís að gera ársreikning fyrir Innan handar í gærkvöldi svo við gætum skilað skattskýrslunni fyrir miðnættið. Það var eitthvað sem ekki stemmdi og tók óratíma að finna sökudólginn, en við náðum að skila skýrslunni kl. 23.40 þannig að þetta slapp allt saman ;-)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)