og farin að tapa býsna miklu af sinni líkamlegu og andlegu færni. Það hefur hallað nokkuð hratt undan fæti hjá henni þetta covid ár, þó ekki viti ég hvort það er samhengi milli skorts á félagslegri örvun og heilabilun.
Ef ég á að vera hreinskilin þá er þetta búið að vera erfitt ár fyrir okkur aðstandendur mömmu. Lengi var lokað fyrir heimsóknir en svo mátti heimsækja og þá einn aðili í einu og helst alltaf sá sami. Anna systir lét sig hafa það að koma frá Noregi í sumar og bíða í 14 daga eftir því að mega heimsækja mömmu, en þannig voru reglurnar þá. Svo hún stoppaði á Íslandi í ca 3 vikur, bara til að geta heimsótt mömmu í örfá skipti þessa síðustu viku. Það fannst mér vel gert hjá henni.
Ég náði að heimsækja mömmu í janúar og svo í febrúar þegar við komum heim frá Dubai en svo var öllu skellt í lás og ég komst ekki í heimsókn fyrr en í maí. Einnig heimsótti ég hana í júní, júlí og ágúst en í september fékk ég einhverja leiðinda pesti sem ég ætlaði aldrei að losna við. Ekki má koma í heimsókn á hjúkrunarheimili ef maður er veikur, svo það var ekki fyrr en í nóvember sem ég komst næst.
Þannig að nú finnst mér kominn tími á heimsókn - og ætla að keyra suður á morgun. Ég verð reyndar á jeppanum en ekki Volvonum, af því það er brotinn einhver gormur (sem hefur með dempara að gera) í honum. Ég hef sennilega ekki keyrt jeppann milli landshluta síðan við keyptum Volvoinn, svo það verða smá viðbrigði. Hahaha ég er orðin svo góðu vön ;) en jeppinn er alveg fínn sko.
P.S. Þetta er færsla 4/100 í bloggáskorun ársins
Engin ummæli:
Skrifa ummæli