en ég tók því reyndar mjög rólega - fór Svínavatnsleið og stoppaði svo lengi við Grábrók í Borgarfirði. Gekk þar upp í dásamlegu veðri og fékk svona "Palli var einn í heiminum" tilfinningu. Upplifði algjöra slökun og friðsæld. Þegar ég var á niðurleið kom þokuslæða og skömmu síðar fór að snjóa aðeins en það hætti svo fljótlega. Nú ligg ég eins og skata uppi í sófa og bíð eftir því að klukkan verði nógu margt til að það sé löglegur háttatími. Ég hef nefnilega sofið svo illa síðustu tvær nætur. Hlýt að sofa eins og steinn í nótt :)
P.S. Bloggfærsla 5/100 á árinu 2021
Engin ummæli:
Skrifa ummæli