Já þá er komið að því ... Ég þykist ætla að blogga 100 sinnum á árinu - svo það er ekki seinna vænna að byrja.
Þetta verður samt einungis örfærsla því ég er á leiðinni í háttinn. Ég hafði eiginlega ætlað að skoða aðeins árið 2020 - eða "taka stöðuna" núna í upphafi nýs árs - en ég er víst ekki í stuði til þess í dag. Kannski á morgun ...
En svona leit himininn út við sólsetur í dag. Ekkert slor. Já og gleðilegt nýtt ár :)
P.S. Þetta er bloggfærsla 1 af 100 í minni eigin bloggáskorun ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli