sunnudagur, 11. ágúst 2013

Að halda haus andlega

er það erfiðasta við að vera í gigtarkasti. Að passa sig að falla ekki í gryfju sjálfsásökunar (sem er jú fáránlegt því vefjagigtin er ekki mér að kenna) og missa sig ekki í sjálfsvorkunn og svartsýni varðandi framtíðina. Núverandi gigtarkast hefur staðið í 5 daga og óhætt að segja að það hafi verið ein risastór andleg prófraun. Get ekki sagt að ég hafi staðist hana 100% en gekk þó betur en stundum áður, m.a. vegna þess að ég er að lesa bókina sem þarna blasir við (reyndar ekki alveg í fókus...).


Það er afskaplega mikilvægt en jafnframt erfitt að sýna sjálfri sér sama skilning og samúð og maður myndi sýna vinkonu sinni við sömu kringumstæður. 

Mæli með því að allir kynni sér self compassion.  


2 ummæli:

Kristín Björk sagði...

Leitt að heyra með líðanina en ég er svo sammála þér með lokaorðin þín, við erum alltof oft að rífa okkur sjálf niður, það mundum við ekki gera við vini í sömu aðstæðum. Ég hef verið að glugga í bók um hugræna atferlismeðferð og það er heilmargt þar sem gott er að taka til sín. Bestu kveðjur frá Hrísey. Kristín Björk.

Guðný Pálína Sæmundsdóttir sagði...

Já það er líka margt gott í hugrænni atferlismeðferð og hægt að lesa ókeypis bók um hana á íslensku á netinu: http://www.ham.reykjalundur.is/medferdarhandbok/