miðvikudagur, 16. janúar 2013

Búin að skrá mig á námskeið í skrifum


Bloggið getur verið til ýmissa hluta nytsamlegt. Einu sinni skrifaði ég um það að okkur Sunnu vantaði starfskraft í Potta og prik, og viti menn, daginn eftir kom ung stúlka sem sagði að mamma sín hefði sent sig ... Þetta var hún Nanna og síðan hefur líka Silja systir hennar unnið hjá okkur. Aldeilis flott að fá svona sendingar :)

Nýlega bloggaði ég um að mig langaði til að gefa skriftum meiri séns og þá kom athugasemd frá Þórdísi sem býr í Kópavogi (og les bloggið mitt ;) þar sem hún benti mér á námskeið í skrifum. Þetta námskeið heitir "Úr neista í nýja bók", er á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands og er haldið bæði í Hofi hér á Akureyri og í gegnum fjarfundabúnað. Eini gallinn er sá að ég á reyndar að vera að vinna þann laugardag sem mesta kennslan fer fram, en það er nú ekki fyrr en 16. mars, svo það hlýtur að vera hægt að bjarga því.


3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott hjá þér. Kveðja, Þórdís.

Nafnlaus sagði...

Þá getur maður farið að setjast í helgan stein, ekki legstein,
Halur

Guðný Pálína sagði...

Það er gott að Herra Halur hefur trú á frúnni - en gott samt að stilla væntinum aðeins í hóf ;-)