laugardagur, 5. janúar 2013

Skamm, skamm, skamm!!

Oh, ég er ferleg, búin að svindla alltof mikið á mataræðinu undanfarið.

Þeir sem hafa fylgst með mér og/eða þekkja mig vita að:
a) Ég er með óþol fyrir eggjum, glúteini og mjólkurvörum.
b) Ég er búin að vera voða dugleg í ca. eitt ár að sleppa því að borða mat sem inniheldur eitthvað af þessum atriðum.
En núna er ég orðin alltof kærulaus. Hugsa sem svo að einn biti saki nú ekki, og svo breytist bitinn í einn sælgætismola og þar næst í eina smáköku og núna áðan borðaði ég tvær smákökur með kaffinu. Og í þessum smákökum var allt sem ég á að forðast. Ég hef líka fundið það undanfarið að ég hef verið einhvern veginn sljórri yfir höfðinu og hef safnað á mig meiri vökva en venjulega. Svo nú er komið að því að hætta þessari vitleysu.

Það er eitthvað svo algjörlega fáránlegt að borða mat sem maður veit að fer ekki vel í mann. Hm, ætli það sé ekki svipað og að reykja þó allir viti að reykingar skaða heilsuna. En það er þessi litli en samt háværi púki á öxlinni, sem segir að þetta sé nú svo lítið magn, og ég sé nú orðin miklu betri en ég var og ég hljóti að þola smávegis egg/hveiti/smjör o.s.frv. Nú verð ég að hætta að hlusta á þennan púka og hlusta framvegis á rödd skynseminnar.

Að hluta til er þetta leti um að kenna. Ég var komin með uppskrift að jólasmákökum sem ég má borða, en nennti aldrei að baka þær. Yfirhöfuð þá er ég alltof löt að finna nýjar og spennandi uppskriftir til að prófa. Ekki vantar uppskriftabækurnar í húsið, onei það er ekki vandamálið.

Jæja, nú hlýt ég bara að snúa til betri vegar, svona eftir að hafa skrifað um vandamálið hér ;-)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert barasta fín, bara smáræðis syndir, mest til gamans, enda syndir til að falla fyrir................
Halur

Anna S. sagði...

Guðný mín, eitt skref afturábak en tvö áfram!! Nú eru jólin líka búin :-)

Guðný Pálína sagði...

Takk mín kæru Halur og Anna. Þó jólin séu búin þá er samt ennþá eitthvað eftir af jólasmákökum ... hehe ;) Annars hlýt ég að taka mér tak núna fljótlega, trúi ekki öðru :)