Eða þannig... Ég steinsvaf í alla nótt, nokkuð sem gerist ekki oft, og lá í rúminu til að verða tíu. Ég vissi sem var, að ég er í fríi í dag en Valur er á vakt, nokkuð sem gerði það að verkum að ég þurfti ekki að rífa mig á fætur. Enda eins gott að ég er í fríi í dag, held að ég eigi bara ca. 1% orku eftir í mínum skrokki. Mitt fáránlega ástand heldur bara áfram og ég þrjóskast við að mæta í vinnuna þó ég sé nánast óvinnufær. Ég er svo sljó yfir höfðinu að stundum segi ég bara eitthvað bull (svona eins og þegar ég sagði að glerklútarnir væru þeir bestu sem ég hef smakkað) og oft man ég ekki hvað hlutirnir heita (sem er mjög skemmtilegt!), ég þarf að sitja á stól við að þurrka af rykið af standborðunum, ég rek mig utan í hluti sem svo detta og brotna, og ég er með tíu þumalputta þegar ég er að reyna að pakka einhverju fallega inn. EN - ég rembist eins og rjúpan við staurinn að halda haus og láta ekki viðskiptavinina sjá hvað ég er þreytt. Merkilegt nokk þá tekst mér að slá inn réttar upphæðir í posann og gefa rétt til baka þegar fólk borgar með peningum.
Sem betur fer þá er ég ekki jafn slæm allan tímann, alltaf. Ef ég næ að hvíla mig vel um helgi þá er ég skárri á mánudegi en svo smá hallar undan fæti eftir því sem líður á vikuna. Í gær var ég svo gjörsamlega örmagna eftir vinnu að ég fór beint heim og uppí sófa. Ég náði að hvíla mig aðeins en svo ætluðum við í konuklúbbnum að hittast á kaffihúsi klukkan fimm, þannig að ég druslaðist á lappir og fór niður á Bláu könnu. Ég kom fyrst og húsið var fullt af fólki og hávaðinn og skvaldrið eftir því. Þannig að ég hringdi í eina aðra sem var á leiðinni og við ákváðum að hittast frekar á Götubarnum. Þar var enginn framan af nema við, en eftir því sem fjölgaði þar var ég alveg að ærast. Hvert einasta hljóð magnast upp í höfðinu á mér og verður óbærilegt. Um hálf sjö stóð ég því á fætur og sagðist ekki geta meira, enda var þetta líka orðið alveg ágætt hjá okkur. Auðvitað vissi ég alveg að ég væri of þreytt til að fara á kaffihús. Ég vil bara ekki að þetta þreytuskrímsli fái að stjórna lífi mínu algjörlega.
Það stjórnar nú samt, leynt eða ljóst, sama hvort ég vil það eða ekki. Nú stendur til að kórinn haldi tónleika 5. mars og ég er alveg á báðum áttum varðandi það hvort ég muni "meika" það að vera með. Miðað við hvernig heilastarfsemin er hjá mér þessa dagana þá held ég að það sé ekki séns að mér takist að læra textana. Og þó mér tækist að læra þá, þá þarf ég líka að muna þá á tónleikunum... sem er allt annar handleggur. O jæja, þetta fer allt einhvern veginn.
Vá, þetta er nú aldeilis upplífgandi lesning! Bjarti punkturinn í tilverunni þessa dagana (svo ég segi nú eitthvað jákvætt) er að ég næ algjörlega að slappa af og lifa í líðandi stund þegar ég er úti með myndavélina. Að minnsta kosti í klukkutíma eða svo, sem er nú bara nokkuð gott. Þessa mynd tók ég á fimmtudaginn. Þá sá ég sólarskímu um níu leytið um morguninn, stökk út í bíl með myndavélina og elti sólina um bæinn. Hún svona kom og fór, enda falin að mestu bakvið skýjahulu. Þarna fann ég hana niðri við Leirunesti, og þessir fallegu ísjakar í forgrunni spilltu ekki fyrir.
Sem betur fer þá er ég ekki jafn slæm allan tímann, alltaf. Ef ég næ að hvíla mig vel um helgi þá er ég skárri á mánudegi en svo smá hallar undan fæti eftir því sem líður á vikuna. Í gær var ég svo gjörsamlega örmagna eftir vinnu að ég fór beint heim og uppí sófa. Ég náði að hvíla mig aðeins en svo ætluðum við í konuklúbbnum að hittast á kaffihúsi klukkan fimm, þannig að ég druslaðist á lappir og fór niður á Bláu könnu. Ég kom fyrst og húsið var fullt af fólki og hávaðinn og skvaldrið eftir því. Þannig að ég hringdi í eina aðra sem var á leiðinni og við ákváðum að hittast frekar á Götubarnum. Þar var enginn framan af nema við, en eftir því sem fjölgaði þar var ég alveg að ærast. Hvert einasta hljóð magnast upp í höfðinu á mér og verður óbærilegt. Um hálf sjö stóð ég því á fætur og sagðist ekki geta meira, enda var þetta líka orðið alveg ágætt hjá okkur. Auðvitað vissi ég alveg að ég væri of þreytt til að fara á kaffihús. Ég vil bara ekki að þetta þreytuskrímsli fái að stjórna lífi mínu algjörlega.
Það stjórnar nú samt, leynt eða ljóst, sama hvort ég vil það eða ekki. Nú stendur til að kórinn haldi tónleika 5. mars og ég er alveg á báðum áttum varðandi það hvort ég muni "meika" það að vera með. Miðað við hvernig heilastarfsemin er hjá mér þessa dagana þá held ég að það sé ekki séns að mér takist að læra textana. Og þó mér tækist að læra þá, þá þarf ég líka að muna þá á tónleikunum... sem er allt annar handleggur. O jæja, þetta fer allt einhvern veginn.
Vá, þetta er nú aldeilis upplífgandi lesning! Bjarti punkturinn í tilverunni þessa dagana (svo ég segi nú eitthvað jákvætt) er að ég næ algjörlega að slappa af og lifa í líðandi stund þegar ég er úti með myndavélina. Að minnsta kosti í klukkutíma eða svo, sem er nú bara nokkuð gott. Þessa mynd tók ég á fimmtudaginn. Þá sá ég sólarskímu um níu leytið um morguninn, stökk út í bíl með myndavélina og elti sólina um bæinn. Hún svona kom og fór, enda falin að mestu bakvið skýjahulu. Þarna fann ég hana niðri við Leirunesti, og þessir fallegu ísjakar í forgrunni spilltu ekki fyrir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli