miðvikudagur, 23. febrúar 2011

Ég væri alveg til í að eiga svona hús við sjóinnSunnuhvoll, originally uploaded by Guðný Pálína.
Þetta tiltekna hús stendur niðri við sjóinn á Svalbarðseyri, þó sjórinn sjáist ekki almennilega þarna í baksýn. Við fórum þangað nokkrar ljósmyndaskvísur síðasta sunnudag, eftir að hafa fyrst borðað "brunch" á veitingastaðnum í menningarhúsinu Hofi. Ég stóð varla í lappirnar fyrir þreytu þennan dag en fór þetta á þrjóskunni, eins og svo oft áður. En mér leið virkilega eins og ég væri að fá flensu. Enda sleppti ég því að mæta á Hótel Kea seinna um daginn, en þar söng Kvennakórinn nokkur lög í tilefni af einhverjum "GoRed" degi. Ég hefði alveg viljað vera með þar, en það er ekki gaman að þurfa að hafa áhyggjur af því að muna ekki textann þegar maður er svona slappur. Enda gekk mér heldur ekki vel á kóræfingunni þennan sama sunnudag. Ég vil mæta á kóræfingar þó ég sé slöpp því það síast samt eitthvað inn, sem það myndi ekki gera ef ég sæti heima.

Já já, jamm og jæja, hm, nú dettur mér ekkert fleira í hug. Ég blogga þá bara aftur á eftir ef ég fæ einhverja hugljómun...

Engin ummæli: