miðvikudagur, 2. desember 2009

Alveg eins og smákrakki að byrja í skólanum

Það er þessi sérstaka tilfinning sem fylgdi því að fá nýtt skóladót á haustin sem kom yfir mig áðan. Ég var nefnilega að fá nýjan skúffuskáp undir skrifborðið mitt - og hlakka svona til að fara að raða í  hann :-) Áður var ég með skúffur sem ættaðar voru úr skrifborði sem Hrefna Sæunn fékk þegar hún var ca. 5-6 ára en þá bjuggum við í Furulundi. Ég var orðin eitthvað þreytt á því hvað þær pössuðu illa undir skrifborðið mitt og fékk sem sagt nýjan skúffuskáp í boði Vals. Þessar skúffur eru með voða fínu skilrúmi, þannig að hægt er að geyma heftara og gatara og bréfaklemmur í til þess gerðum hólfum. Svo er líka skjala-skilrúm í neðstu skúffunni svo ég get flokkað reikninga sem á eftir að greiða, reikninga sem búið er að greiða en eiga eftir að fara í möppu ofl. og fl. Sko! Ég sagði að ég væri eins og krakki, heheh :)

Engin ummæli: