föstudagur, 6. febrúar 2009

Hvimleiður hjartsláttur

Eitt allra hvimleiðasta einkenni vefjagigtarinnar er hraður hjartsláttur. Sem betur fer geta liðið mánuðir á milli þess að ég fæ svona hjartsláttarköst, en þegar þau koma þá eru þau svo ferlega óþægileg. Það er í raun fáránlegt að vera með 130 í hvíldarpúls og finna fyrir hverju einasta slagi, búmm, búmm, búmm. Inn á milli koma svo stundum aukaslög, svona til að gera þetta aðeins meira spennandi. Ég hef verið með þennan hraða hjartslátt meira og minna undanfarna daga og er að verða svolítið leið á því. Núna áðan fór ég meira að segja og lagðist uppí sófa og hlustaði á slökunartónlist í tilraun til að koma lagi á hjartsláttinn. Ekki dugði það nú samt til. Nú veit ég alveg að þetta er ekkert hættulegt svo ég er ekki áhyggjufull yfir þessu, þetta er bara óþægilegt. Æ jæja, þetta lagast einhverntímann. Og nú er ég að fara í sturtu og svo í vinnuna. Síðan erum við að fara í matarboð í kvöld og á þorrablót á morgun, þannig að það er brjáluð dagskrá. Ég er líka að vinna á morgun og svo er vinafólk okkar statt í bænum þannig að gaman væri að hitta þau. Það getur hins vegar reynst erfitt því bæði eru þau afskaplega upptekin og svo er nóg að gera hjá okkur líka. Hittir svona á í þetta skiptið.

Engin ummæli: