sunnudagur, 15. febrúar 2009

Erfiðir dagar

Já síðustu dagar hafa verið hálf undarlegir og leiðinlegir vegna heilsuleysis undirritaðrar. Er sjálfsagt með einhverja víruspesti í mér þó ég sé hvorki með hálsbólgu né hósta. Er bara ótrúlega slöpp og sloj og ýmist of heitt eða of kalt. Svaf lungann úr deginum í gær en það kom samt ekki í veg fyrir að ég svæfi eins og steinn í nótt. Líður skár í dag og vona að ég haldi bara áfram að hressast.

Aðrir fjölskyldumeðlimir eru sem betur fer frískir og fínir. Valur fór í fjallið í gærmorgun, út að taka myndir um miðjan daginn og eldaði svo þessa dýrindis máltíð í gærkvöldi. Er á leið í ræktina á eftir. Engin uppgjöf þar á bæ. Andri bauð kærustunni út að borða í gærkvöldi í tilefni hins amerísk-ættaða valentínusardags og hefur ekki sést hér síðan. Ísak fékk vin sinn í gistingu í nótt og þeir sváfu frameftir en eru nú komnir á fætur og sestir fyrir framan ferkantaðan skjá. Birta og Máni lifna öll við um leið og dregur úr frostinu en liggja nú á púða hér við hliðina á mér í sófanum (ég sit nú reyndar upprétt núna, ótrúlegt en satt!). Hrefna er á sínum stað úti í Köben, búin að mála alla íbúðina og sjálfsagt svolítið lúin eftir það. Held að ég láti þessari upptalningu á högum okkar lokið í bili.

Hef reyndar verið að spá í að taka mér bloggpásu - enda lítið varið í að lesa endlaust væl um sjúkdóma, þreytu og þvíumlíkt. Ég fæ náttúrulega útrás með þessu væli mínu og líður örlítið betur á eftir... en spurning hvor ég get ekki alveg eins skrifað bara gamaldags dagbók ef það er eini tilgangurinn?

Engin ummæli: