miðvikudagur, 11. febrúar 2009

Er að fara til tannlæknis...

Og nenni því alls ekki. Það þarf nefnilega að gera við innsta jaxlinn vinstra megin í neðri kjálka og það þýðir að ég þarf að gapa alveg hreint ógurlega til að tannsi geti unnið í tönninni. Ég er hins vegar eitthvað viðkvæm í kjálkunum og þreytist mjög á því að gapa svona. Enn eina ferðina brotnaði út úr fyllingu hjá mér, nokkuð sem mér finnst sífellt vera að gerast. Það er allt þetta hollmeti sem fer svona með mig... Núna gerðist þetta þegar ég var að borða salat sem í var bæði rauðkál og hvítkál, hrátt hvorutveggja og þess vegna örlítið hart undir tönn. Síðast var ég að borða epli. Það situr reyndar afskaplega fast í minninu vegna þess að við vorum að fara frá Berlína og þegar ég gekk tröppurnar upp í flugvélina beit ég stóran bita af eplinu og ... missti stóran hluta framan af næstu tönn innan við augntönn. Þetta var haustið 2007 og munnurinn á mér hefur nú svo sem verið til friðs síðan. En ég gat varla brosað framan í nokkurn mann með svart gat þar sem hvít framhlið hefði átt að vera og þegar við fórum svo í innanlandsflugið var þar flugþjónn sem ég þekki sem brosti ósköp blítt til mín en ég var bara "fúl á móti". Jæja og nú er víst best að fara að gera sig klára fyrir tannsa.

Engin ummæli: