þriðjudagur, 15. janúar 2008

Smá pása frá bókhaldinu...

Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að allt sem við lærum um ævina nýtist okkur á einn eða annan hátt, þótt síðar verði. Það nýtist mér t.d. núna að hafa lært bókhald í Háskólanum, þrátt fyrir að hafa fundist það afar leiðinlegt og talið að ég myndi aldrei koma nálægt bókhaldi ótilneydd... Ég er reyndar nánast viss um að hafa fjallað um þetta efni áður á blogginu - en það verður bara að hafa það :-)

Annars skruppum við Valur suður um síðustu helgi. Fórum keyrandi á fimmtudagskvöldi og komum heim aftur á laugardagskvöldi. Þetta var fín ferð, fyrir utan heljarinnar kulda á hótelherberginu fyrri nóttina. Þegar við komum þá var glugginn opinn og skrúfað fyrir ofninn og hreinlega frost í herberginu. Til að kóróna ástandið voru ekki almennilegar sængur heldur bara þunnar sumarsængur og engin teppi. Ég gat ekki sofnað fyrir kulda og það var ekki fyrr en ég klæddi mig í flíspeysu um tvöleytið um nóttina að ég náði að festa blund. Þrátt fyrir stutta ferð náðum við að heimsækja ættingjana, kíkja aðeins á útsölur (ég fór á útsölur, ekki Valur)og fara út að borða á Austur-Indíafélagið. Það að breyta aðeins um umhverfi gerir manni alltaf gott.

Engin ummæli: