Svo ég skipti mjög snöggt um umræðuefni þá hef ég verið hvíldinni fegin þessa jóla- og áramótafrídaga en hlakka samt til að komast í hefðbundna rútínu aftur. Mataræðið fór í algjöra vitleysu hjá mér (hef úðað í mig sykri frá morgni til kvölds) og meira að segja sundið hefur mátt víkja fyrir letinni. Þegar ég þarf ekki að vakna til að koma Ísak á fætur, þá er svo agalega gott að sofa lengur... Já, það verður spennandi að sjá hvernig gengur að koma strákunum á fætur á morgun. Ísak hefur verið að sofa svona til ellefu á morgnana en Andri hefur verið að sofa til tvö/þrjú á daginn.
Annars finnst mér eins og ég þurfi að taka ákvarðanir um einhverjar breytingar á nýju ári, vera duglegri að hreyfa mig meira, gera eitthvað fyrir sjálfa mig, gera eitthvað fyrir aðra, hitta vini mína oftar o.s.frv. en ég hef nú hingað til ekki beint verið manneskjan sem strengir áramótaheit. Svo veit ég líka að það mun verða nóg að gera í tengslum við flutningana á Glerártorg, þannig að ég veit svo sem ekki hve mikinn tíma ég mun yfir höfuð hafa fyrir sjálfa mig. O jæja, þetta kemur bara allt í ljós.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli