þriðjudagur, 29. janúar 2008
Eru allir hættir að fara í heimsóknir án þess að hringja á undan sér?
Já, ég bara spyr. Ég þekki sjálf ekki svo margar konur sem mér finnst ég geta skroppið "óvænt" í heimsókn til, hins vegar þekki ég margar sem ég færi aldrei til án þess að gera boð á undan mér. Í dag fékk ég skyndilega löngun til að kíkja eitthvert í heimsókn en þessar þrjár konur sem ég þekki það vel að geta heimsótt án fyrirvara (o.k. ég þekki reyndar fleiri en mundi ekki eftir þeim akkúrat þá), voru ekki heima. Þá fór ég að velta því fyrir mér að það "droppar" nánast aldrei neinn óvænt inn hjá mér og þegar ég hef rætt þetta við konurnar í kvennaklúbbnum þá er það sama uppi á teningnum hjá þeim. Þannig að þetta er sem sagt ekki bara mitt vandamál, ef vandamál skyldi kalla. Mér finnst þetta samt hálf sorglegt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli