mánudagur, 7. maí 2007

Það virkaði vel

að vera búin að fastsetja göngutúr fyrirfram. Við Unnur gengum í tæpan klukkutíma í 3ja stiga hita (kulda) og fórum m.a. út í Naustahverfi. Það er búið að byggja alveg rosalega mikið þar, hús út um allt, meira að segja rétt við golfvöllinn. Sem minnir mig á það að pabbi gamallar skóla- og skátasystur minnar hafði fest sér hús á því svæði en dó um daginn og verður jarðaður á morgun. Sorglegt.
En það er nú meira hvað útivist og vinkonuspjall hefur góð áhrif á mann, við erum þegar búnar að skipuleggja næsta túr. Samt ótrúlegt hvað það gengur illa að finna tíma sem hentar okkur báðum, en kannski ekki skrýtið þar sem hún vinnur vaktavinnu og ég vinn til skiptis fyrri- og seinniparta í búðinni.
Annars er Valur að vinna á Króknum í dag og á morgun og hringdi áðan til að biðja mig að taka vin sinn Grissom upp á dvd. Ætli sé ekki best að fara í það verk, ég geri þetta svo sjaldan að það tekur mig óratíma að finna rétta stöð og vera viss um að ég sé að ýta á réttu takkana...

Engin ummæli: