sunnudagur, 13. maí 2007

Já ég er snillingur - eða þannig

Ísak bað mig fyrir löngu síðan að baka skinkusnúða (líklega fyrir svona tveimur til þremur mánuðum síðan) og ég keypti skinkumyrju fyrir löngu síðan en hafði mig aldrei af stað í að baka. Í morgun vöknuðum við Valur snemma og eftir að hafa farið í sund og borðað morgunmat ákvað ég að nú væri rétti tíminn kominnn til að baka. Skellti í deig, án þess að nefna neitt við Ísak, og hugsaði með mér að ég ætlaði að bjóða honum að búa til hornin með mér þegar deigið væri búið að lyfta sér. Svo fór ég að þvo þvott, ryksuga og þrífa baðið. Í miðjum klíðum leit ég á ísak sem sat fyrir framan tölvuna og sagði að nú skyldi hann hætta í tölvunni og fara að leika frekar við vini sína. Svo hélt ég áfram að þrífa. Það var ekki fyrr en Ísak var búinn að mæla sér mót við vin sinn og var á leiðinni út úr dyrunum sem ég mundi eftir því að ég hafði ætlað að bjóða honum að baka með mér. Þá var það náttúrulega orðið of seint og hann var hálf spældur yfir þessu. Já, það er ekki einleikið hvað ég get verið gleymin stundum!

Engin ummæli: