mánudagur, 18. september 2006

Var að hengja út þvott áðan

í alveg yndislegu veðri. Nema hvað, einhvern veginn tókst mér að missa snjóhvítan stuttermabol niður í iðagrænt grasið, og ótrúlegt en satt þá kom grasgræna í bolinn! Bara við að detta í grasið kom fagurgrænn blettur beint framan á brjóstið. Ég skil ekki hvernig þetta er hægt (en það er nú svo margt sem ég skil ekki).

Talandi um bletti í fötum þá verður spennandi að sjá hvernig Andri kemur útleikinn heim úr skólanum í dag. Ég skildi ekkert í því að hann fór í vinnugallann þegar hann vaknaði í morgun en skýringin er sú að í dag er víst busavígsla. Stóra spurningin er bara hvaða "efni" verða notuð við vígsluna, skyldi það vera skyr eða eitthvað verulega ógeðslegt?

Engin ummæli: