sunnudagur, 24. september 2006

Allsherjar andleysi

hefur hrjáð mig þessa helgina. Kenni ég þar um kvefinu sem ætlar engan endi að taka. Hálsbólgan er að vísu á undanhaldi en í staðinn er höfuðið á mér stappfullt af hor. Þannig að ég hef ekki verið til stórræðanna en brá á það ráð að reyna að sofa sem mest ef hvíld skyldi vera meðalið sem virkar á þessi ósköp. Fór snemma að sofa bæði föstudags- og laugardagskvöld og svaf lengi frameftir. Er ekki alveg viss um að allur þessi svefn hafi haft þau heilsubætandi áhrif sem honum var ætlaður - finnst ég vera ennþá slappari ef eitthvað er. Vona bara að botninum sé náð því þá hlýtur leiðin að liggja uppávið héðan í frá...

Annars er ég grasekkja þessa dagana því eiginmaðurinn skellti sér til Rússlands í laxveiði, hvorki meira né minna. Þessi ferð hefur verið marga mánuði í undirbúningi og hann var orðinn spenntur eins og smákrakki þegar hann loks lagði af stað. Gaman að þessu!

Engin ummæli: