þriðjudagur, 2. maí 2006

Yfirleitt er ég afskaplega fús til að gera fólki greiða

en í dag tók ég þá ákvörðun að neita manneskju um greiða. Þrátt fyrir að ég viti að miðað við kringumstæður tók ég rétta ákvörðun þá er ég alveg miður mín. Finnst ég vera hræðileg manneskja. En þessi litli "greiði" hefði þýtt margra klukkustunda vinnu og ég var bara ekki tilbúin til þess. Ætlaði fyrst að stökkva af stað og var í raun komin í startholurnar þegar ég áttaði mig á því að þetta væri ekki eitthvað sem ég gæti lokið í snarhasti og myndi tefja mig frá minni eigin vinnu. Eftir að hafa velt aðeins vöngum yfir þessu ákvað ég sem sagt að gefa þetta frá mér. Segjast ekki geta gert þetta. En eins og ég sagði áðan, þrátt fyrir að vita að það var rétta ákvörðunin, þrátt fyrir að þetta sé ekki mitt vandamál, þá hefur mín ímynd sem hjálpfús og greiðvikin manneskja beðið hnekki (í eigin augum). Hm, verð að fara og hjálpa blindum manni yfir götu eða eitthvað álíka til að endurheimta ímyndina...

Engin ummæli: